Ísraelar lýsa yfir neyðarástandi í borginni Lod Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2021 07:53 Að minnsta kosti fjörutíu hafa fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Kveikt hefur verið í bílum í borginni Lod. AP Stjórnvöld í Ísrael hafa lýst yfir neyðarástandi í borginni Lod, þar sem ísraelskir arabar hafa mótmælt framferði Ísraelshers á Gasasvæðinu síðustu daga. Kveikt var í bílum í borginni og tólf særðust í Lod og talar borgarstjórinn um að ástandið í borginni líkist borgarastríði. Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu. Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Vígamenn Palestínumanna hafa haldið áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gasa og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum sprengjuárásum á svæðið. BBC segir frá því að fjörutíu hið minnsta hafi fallið í árásunum síðustu daga og er um að ræða mestu átök í áraraðir. Á annað þúsund eldflauga Talsmenn Ísraelshers segja herinn nú beina sjónum sínum að palestínskum vígamönnum á Gasa vegna eldflaugaárása þeirra á Jerúsalem og fleiri staði síðustu daga. Á annað þúsund eldflauga hefur verið skotið á Ísrael síðan á mánudagskvöld þegar aukin harka færðist í átökin. Palestínskir vígamenn segja að þeir hafi skotið á borgina Tel Aviv eftir að tvær íbúablokkir á Gasa, þar af ein þrettán hæða, eyðilögðust í loftárás Ísraelshers í gær. Greint var frá því í gær að íbúar í al-Jawhara turninum hafi verið varaðir við að yfirgefa heimili sín áður en loftárásin var gerð, en talsmenn palestrínskra yfirvalda segja að einhverjir hafi þrátt fyrir það látist í árásinni. Palestínumenn segjast hafa svarað árásunum með því að skjóta tvö hundruð eldflaugum á Tel Avív og Beersheba. Mikil spenna á svæðinu síðustu vikur Átökin nú blossa upp eftir að vaxandi spennu síðustu vikna. Til átaka kom milli ísraelskra lögreglumanna og palesstínskra mótmælenda á helgum stað bæði múslima og gyðinga í Jerúsalem um helgina. Stop the fire immediately. We re escalating towards a full scale war. Leaders on all sides have to take the responsibility of deescalation. The cost of war in Gaza is devastating & is being paid by ordinary people. UN is working w/ all sides to restore calm. Stop the violence now— Tor Wennesland (@TWennesland) May 11, 2021 Tor Wennesland, friðarerindreki Sameinuðu þjóðanna í Miðausturlöndum, hefur hvatt deiluaðila til að leggja niður vopn og að sem standi stefni í allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna. Að minnsta kosti 35 Palestínumenn, þar af tíu börn, og fimm Ísraelsmenn hafa látist í átökum síðustu daga, að því er breska ríkisútvarpið hefur eftir fulltrúum heilbrigðisyfirvalda á svæðinu.
Ísrael Palestína Hernaður Tengdar fréttir Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02 Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01 Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Gerðu loftárás á þrettán hæða blokk á Gasa Ísraelsher gerði í dag fjölda loftárása á Gasa-svæðið og felldi meðal annars þrettán hæða íbúðablokk. Búið var að rýma húsið, sem féll til grunna. Enginn féll í þeirri árás en minnst þrjátíu hafa látið lífið í átökum ríkjanna tveggja. Langstærstur meirihluti þeirra er Palestínumenn. 11. maí 2021 23:02
Tugir látnir eftir loftárásir Ísraela Tugir hafa látist í átökum Ísraela og Palestínumanna síðustu daga. Ísraelar segjast hafa gert 150 loftárásir á Gasasvæðið en Hamas-samtökin hafa skotið um 300 eldflaugum síðasta sólarhringinn. 11. maí 2021 20:01
Áttatíu herþotur yfir Gasa Her Ísraels tilkynnti skömmu fyrir fjögur í dag að áttatíu herþotur yrðu notaðar til að gera árásir á um 150 skotmörk á Gasa-ströndinni, einu þéttbýlasta svæði heims. Markmiðið væri að gera útaf við getu Hamas-Samtakanna til að skjóta eldflaugum á Ísrael. 11. maí 2021 16:20