Miðvörður Englandsmeistara Man. City skiptir um landslið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2021 10:30 Aymeric Laporte hefur bara spilað með Manchester City frá því í janúar 2018 en varð samt enskur meistari í þriðja sinn í gærkvöldi. EPA-EFE/ANDY RAIN Aymeric Laporte varð í gær enskur meistari með Manchester City í þriðja sinn á fjórum tímabilum. Hann fékk líka góðar fréttir fyrir sumarið. Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli. Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Laporte er kominn með spænskt vegabréf og getur því spilað með spænska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar. Luis Enrique, þjálfari spænska landsliðsins, fékk spænska knattspyrnusambandið til að kanna möguleikana á því að Laporte gæti spilað með spænska landsliðinu. Leikmaðurinn sjálfur gaf grænt ljós á það og spænska sambandið fékk það síðan í gegn að þessi 26 ára miðvörður fengi spænsk vegabréf á stuttum tíma. Aymeric Laporte will reportedly represent Spain at Euro 2020 this summer following a personal request from La Roja boss Luis Enrique https://t.co/P8cVaLl79p— talkSPORT (@talkSPORT) May 12, 2021 Laporte á reyndar eftir að ganga endanlega frá skiptunum hjá FIFA en það ætti ekki að vera mikið vandamál eftir nýjustu reglubreytinguna hjá alþjóða sambandinu. Laporte var vissulega fæddur í Frakklandi en hann flutti til Spánar þegar hann var sextán ára gamall. Hann spilaði síðan í átta ár með Athletic Bilbao áður en Manchester City keypti hann fyrir 65 milljónir evra árið 2018. Laporte hefur verið valinn í landsliðshóp Frakka en hann hefur aldrei fengið landsleik. Það skiptir engu þótt að hann hafi spilað nítján sinnum fyrir franska 21 árs landsliðið. Laporte sýndi því fyrst áhuga á að sækja um spænskt vegabréf árið 2016 þegar Julen Lopetegui var þjálfari spænska landsliðsins. Seinna það ár þá valdi Didier Deschamps miðvörðinn í franska landsliðið og ekkert meira varð úr því að fá spænska ríkisborgararéttinn. Aymeric Laporte still hasn't made his France debut and is now set to change his nationality so he can play at the Euros this summer... It will be made official today and the 26-year-old is set to be called up for their next set of fixtures! https://t.co/SJrS2a1ANF— SPORTbible (@sportbible) May 11, 2021 Deschamps gaf honum aftur á móti aldrei fyrsta landsleikinn. Hann hefur síðan annaðhvort verið ónotaður varamaður eða ekki getað verið með vegna meiðsla. Samkeppnin um miðvarðarstöðuna í franska landsliðinu er líka svakalega en þar fyrir eru Raphael Varane, Clement Lenglet, Kurt Zouma, Samuel Umtiti og Presnel Kimpembe svo einhverjir séu nefndir. Spánverjar eru hins vegar ekki í alltof góðum málum. Sergio Ramos hefur verið mikið meiddur og Gerard Pique setti landsliðsskóna upp á hillu eftir HM 2018. Luis Enrique hefur verið að prófa menn eins og Diego Llorente, Inigo Martinez, Eric Garcia og Pau Torres í síðustu leikjum. Spánverjar spila sinn fyrsta leik á EM á móti Svíum 14. júní næstkomandi en þeir eru líka með Póllandi og Slóvakíu í riðli.
Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira