Uppistandi aflýst eftir þrjá og hálfan tíma Snorri Másson skrifar 12. maí 2021 14:15 Stjarnan T.J. Miller átti að koma fram 7. maí 2022 í Háskólabíó. Hann gerir það ekki. Sena Áform Senu um að bjóða upp á uppistand með bandaríska leikaranum T.J. Miller urðu ekki öldungis langlíf. Miðarnir voru settir í sölu í morgun í um þrjár og hálfa klukkustund. Svo hætti Sena við viðburðinn, að líkindum vegna fortíðar uppistandarans. Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu. MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Miller var fyrir nokkrum árum sakaður um kynferðisofbeldi. „Við unnum okkar heimavinnu ekki nógu vel og biðjumst afsökunar á því,“ segir í yfirlýsingu frá Senu Live. Sú yfirlýsing barst klukkan 13.37 en tilkynning um viðburðinn sjálfan barst klukkan 10.06 í morgun. Í millitíðinni klóruðu sér nokkrir Íslendingar í kollinum yfir auglýsingunni á Twitter, þar sem bent var á fortíð skemmtikraftsins. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ var tillaga sem þar var slengt fram í gráu gamni. Nei, ég hefði tekið aðra nálgun. „Kvöldstund með kynferðisafbrotamanni“ eða e-ð.— Haukur Viðar (@hvalfredsson) May 12, 2021 Er hægt að vera taktlausari? pic.twitter.com/hmBjr4sqMq— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) May 12, 2021 Það þarf ekki að fletta langt eftir upplýsingum um hinn bandaríska Todd Joseph Miller á netinu til þess að upp komi leitarniðurstöður um að hann hafi verið sakaður um kynferðislegt misferli. Ásakanirnar koma frá tveimur konum og önnur þeirra mun hafa verið kærasta hans í háskóla. T.J. Miller hefur vísað öllum ásökunum á bug og sagt þá sem sakaði hann árið 2017 um að hafa ráðist á sig í kynlífi um að vera eltihrellir hans til margra ára. Árið 2018 var Miller síðan ákærður fyrir að tilkynna um sprengju um borð í lest, sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. „Stjarnan úr Deadpool, Ready Player One, Silicon Valley, Get Him To The Greek, The Emoji Movie, Big Hero 6 og fjölmörgum öðrum þáttum og sýningum á HBO og Comedy Central kemur til Íslands í fyrsta sinn með nýja uppistandssýningu,“ sagði í upphaflegri tilkynningu Senu.
MeToo Uppistand Kynferðisofbeldi Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira