Ron­aldo steig upp í mikil­vægum sigri, mar­ka­flóð hjá AC og meistararnir afgreiddu Roma

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo ánægður með markið sitt í kvöld.
Ronaldo ánægður með markið sitt í kvöld. Daniele Badolato/Getty

Juventus vann mikilvægan 3-1 sigur á Sassuolo á útivelli í ítalska boltanum en alls voru átta leikir á dagskránni í kvöld.

Sassuolo klúðraði vítaspyrnu á 16. mínútu en tólf mínútum síðar kom Adrien Rabot Juventus yfir.

Cristiano Ronaldo tvöfaldaði forystuna fyrir hlé en minnkuðu muninn á 58. mínútu áður en Paulo Dybala skoraði þriðja mark Juve á 66. mínútu.

Þetta var ansi mikilvægur sigur fyrir Juventus en þeir eru þó enn ekki í Meistaradeildarsæti. Þeir eru í immta sætinu með 72 stig, stigi á eftir Napoli og þremur stigum á eftir AC Milan og Atalanta er tvær umferðir eru eftir.

AC Milan niðurlægði Torino, 7-0, og heldur þar af leiðandi í þriðja sætið. Ante Rebic gerði þrjú mörk, Theo Hernandez tvö og þeir Brahim Diaz og Franck Kessie sitt hvort markið.

Ítölsku meistararnir í Inter unnu svo 3-1 sigur á Roma. Marcelo Brozovic og Matias Vecino komu Inter í 2-0 áður en Henrikh Mkhitaryan minnkaði muninn fyrir Roma.

Romelu Lukaku innsiglaði svo sigur Juventus á 90. mínútu en Inter er orðið ítalskur meistari.

Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður hjá Bologna sem tapaði 2-0 fyrir Genoa á heimavelli. Bologna er í ellefta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira