„Hryllilegt“ að sjá það sem skrifað er á netinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2021 20:40 Ólafur, Stefán, Svava og Ugla eru öll í 10. bekk í Hagaskóla. Skjáskot/Stöð 2 Áreitni og drusluskömm grassera meðal unglinga í skjóli nafnleyndar á samfélagsmiðlum, að sögn nemenda í 10. bekk. Þeir kalla eftir frekari fræðslu í ljósi MeToo-bylgju síðustu daga. MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hefur talsvert verið rædd í Hagaskóla, að sögn þeirra Uglu Óskar Bæhrenz, Svövu Ljósbrár Skagfjörð Sigurðardóttur, Stefáns Fannars Hallgrímssonar og Ólafs Björgúlfssonar, nemenda í 10. bekk skólans. Þau telja yngri kynslóðir umburðarlyndari gagnvart þolendum ofbeldis en þær eldri. Áreitni og drusluskömm grasseri þó í samskiptum jafnaldra þeirra á samfélagsmiðlum; einkum TikTok eins og nýlega hefur verið fjallað um - og Snapchat. „Út af því að það getur verið nafnlaust og hverfur svo snemma. Svo líka á TikTok, því þar eru til dæmis fullt af stelpum sem eru að dansa og þar eru þær „slutshame-aðar“,“ segir Ólafur. Láta það flakka á samfélagsmiðlum sem aldrei yrði sagt í raunheimum Krakkar gangi oft hart fram í skjóli nafnlausra reikninga. „Það er hryllilegt að sjá allt sem skrifað er á netinu. Ég held að allir þolendur sem komið hafa fram hafi gengið í gegnum það, að það er talað hryllilega um þetta á netinu. Og drusluskömmin, hún er hræðileg og ég held að það sé það erfiðasta við þetta,“ segir Ugla. „Það eru hræðileg komment. Einmitt það sem drusluskömmin er. „Hún er að ljúga, hvernig geturðu vitað að þetta sé satt? Hún hefði ekki átt að klæða sig svona, hún hefði ekki átt að drekka þetta kvöld“. Bara alls konar af þessum hræðilegu „afsökunum“ sem við höfum heyrt svo oft og þetta heldur bara áfram endalaust,“ bætir hún við. Svava tekur undir þetta. „Maður sér þetta á nafnlausum reikningum. Það myndi enginn í raunveruleikanum vilja segja: Ég trúi þér ekki. Þá frekar er fólk hljóðlátt og talar ekki um þetta, finnst þetta ekki skipta sig máli. En svo á netinu segir það þolendur ljúga. Þannig að já, ég myndi segja að það væri á netinu þar sem drusluskömmin er.“ „Maður þarf virkilega að tala um þetta“ Þá eru þau sammála um að strákar láti þessi málefni sig síður varða en stelpur. „Oftast þegar þessi málefni koma fram heyri ég enn þá mikið af strákum segja: „Hún gæti verið að ljúga.“ Og mér finnst að þegar þeir finna að þeir tengist ekki vandamálinu segja þeir. „Ég ætla ekki að tala um þetta, þetta er bara bylgja, hún gengur yfir, ég þarf ekki að ræða þetta“,“ segir Svava. „Þegar er talað um þetta í kennslustundum hlæja þeir og segja „já, já“. En þetta virkar ekki þannig. Maður þarf virkilega að tala um þetta. Maður þarf að kynna sér þetta. Og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Stefán. Krakkarnir kalla eftir aukinni fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni, drusluskömm og ábyrgð gerenda.Skjáskot/Stöð 2 Á ekki að vera stríð milli kvenna og karla Ólafur telur að strákum líði oft eins og umræðan um kynferðisofbeldi og áreitni varði þá ekki. „Og þeir þurfi ekki að gera neitt í þessu. En það sem við eigum að einblína á er að hvetja næstu kynslóð karlmanna að taka næstu skref í jafnrétti og leiða að betri framtíð,“ segir Ólafur. „Það eru sumir sem fara strax í vörn þegar þeir heyra einhvern karlmann sakaðan um eitthvað svona. Þá verður þetta eins og stríð milli kvenna og karla. En það er ekki þannig og það ætti ekki að vera þannig.“ Stefán tekur undir þetta. „Okkur hefur verið kennt frá barnæsku að þetta sé strákar á móti stelpum. En núna þegar við erum að verða eldri og meira að tala um þetta þá held ég að þetta sé að falla til baka. En það þarf að halda þessum samræðum áfram,“ segir Stefán. „Ég held það sé á okkar ábyrgð að reyna að fræða fleiri stráka um þetta. Ég á lítinn bróður og ef ég sé til hans tala illa um konur, eða bara fólk, á netinu þá ber ég ábyrgð á að tala við hann. Alveg eins og faðir minn ber ábyrgð á því að tala við mig um þetta. Ég held það sé númer eitt, tvö og þrjú að reyna að standa öll saman frekar en að skipta okkur upp,“ bætir Stefán við. Ábyrgðin liggi víða Ólafur segir þetta eitt mikilvægasta skrefið í átt að jafnrétti. „Það er á okkar ábyrgð að hlusta á sögurnar og hugsa að við getum gert eitthvað til að breyta þessu. Mig langar að þegar börnin mín fæðast að þau geti lifað í jöfnum heimi. Að dóttir mín, mamma mín og bara allar konur þurfi ekki að telja sig heppnar að lenda ekki í kynferðislegri áreitni.“ Krakkarnir kalla eftir meiri fræðslu í grunnskólum um ofbeldi og ábyrgð gerenda. „Mér finnst vandinn liggja mest í því að það sé ekki nógu mikil fræðsla um þetta í skólunum. Það þarf að fá fleira fólk í að vinna í þessum hlutum og fræða, og ekki endilega kennarana sem eru að kenna nemendunum núna,“ segir Ugla. Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.Vísir/Kristinn Hildur Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla segir ábyrgð foreldra mikla. Þeir verði að ræða þessi mál við börn sín. „Þannig að þau geti tekið ábyrga afstöðu gagnvart því að allur bekkurinn, allir foreldrarnir ætli að sýna af sér þá hegðun að við trúum þolendum, að við viljum heyra þessar sögur, að við erum að hlusta og að það er engin skömm,“ segir Hildur. Hún segir MeToo-umræðuna hafa leitað inn í grunnskólana og að dæmi séu um að nemendur sem veki máls á slíkum málum, og taki afstöðu með þolendum, mæti fjandsamlegu viðmóti jafnaldra sinna. „Og maður verður kannski líka að kenna því bara um þroskaleysi og krakkarnir vita ekki alveg hvaða afstöðu þau eiga að taka. Þess vegna er svo mikilvægt að við fullorðna fólkið stígum fast til jarðar.“ MeToo Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
MeToo-bylgjan sem hófst í síðustu viku hefur talsvert verið rædd í Hagaskóla, að sögn þeirra Uglu Óskar Bæhrenz, Svövu Ljósbrár Skagfjörð Sigurðardóttur, Stefáns Fannars Hallgrímssonar og Ólafs Björgúlfssonar, nemenda í 10. bekk skólans. Þau telja yngri kynslóðir umburðarlyndari gagnvart þolendum ofbeldis en þær eldri. Áreitni og drusluskömm grasseri þó í samskiptum jafnaldra þeirra á samfélagsmiðlum; einkum TikTok eins og nýlega hefur verið fjallað um - og Snapchat. „Út af því að það getur verið nafnlaust og hverfur svo snemma. Svo líka á TikTok, því þar eru til dæmis fullt af stelpum sem eru að dansa og þar eru þær „slutshame-aðar“,“ segir Ólafur. Láta það flakka á samfélagsmiðlum sem aldrei yrði sagt í raunheimum Krakkar gangi oft hart fram í skjóli nafnlausra reikninga. „Það er hryllilegt að sjá allt sem skrifað er á netinu. Ég held að allir þolendur sem komið hafa fram hafi gengið í gegnum það, að það er talað hryllilega um þetta á netinu. Og drusluskömmin, hún er hræðileg og ég held að það sé það erfiðasta við þetta,“ segir Ugla. „Það eru hræðileg komment. Einmitt það sem drusluskömmin er. „Hún er að ljúga, hvernig geturðu vitað að þetta sé satt? Hún hefði ekki átt að klæða sig svona, hún hefði ekki átt að drekka þetta kvöld“. Bara alls konar af þessum hræðilegu „afsökunum“ sem við höfum heyrt svo oft og þetta heldur bara áfram endalaust,“ bætir hún við. Svava tekur undir þetta. „Maður sér þetta á nafnlausum reikningum. Það myndi enginn í raunveruleikanum vilja segja: Ég trúi þér ekki. Þá frekar er fólk hljóðlátt og talar ekki um þetta, finnst þetta ekki skipta sig máli. En svo á netinu segir það þolendur ljúga. Þannig að já, ég myndi segja að það væri á netinu þar sem drusluskömmin er.“ „Maður þarf virkilega að tala um þetta“ Þá eru þau sammála um að strákar láti þessi málefni sig síður varða en stelpur. „Oftast þegar þessi málefni koma fram heyri ég enn þá mikið af strákum segja: „Hún gæti verið að ljúga.“ Og mér finnst að þegar þeir finna að þeir tengist ekki vandamálinu segja þeir. „Ég ætla ekki að tala um þetta, þetta er bara bylgja, hún gengur yfir, ég þarf ekki að ræða þetta“,“ segir Svava. „Þegar er talað um þetta í kennslustundum hlæja þeir og segja „já, já“. En þetta virkar ekki þannig. Maður þarf virkilega að tala um þetta. Maður þarf að kynna sér þetta. Og ég held að það sé númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Stefán. Krakkarnir kalla eftir aukinni fræðslu um kynferðislegt ofbeldi og áreitni, drusluskömm og ábyrgð gerenda.Skjáskot/Stöð 2 Á ekki að vera stríð milli kvenna og karla Ólafur telur að strákum líði oft eins og umræðan um kynferðisofbeldi og áreitni varði þá ekki. „Og þeir þurfi ekki að gera neitt í þessu. En það sem við eigum að einblína á er að hvetja næstu kynslóð karlmanna að taka næstu skref í jafnrétti og leiða að betri framtíð,“ segir Ólafur. „Það eru sumir sem fara strax í vörn þegar þeir heyra einhvern karlmann sakaðan um eitthvað svona. Þá verður þetta eins og stríð milli kvenna og karla. En það er ekki þannig og það ætti ekki að vera þannig.“ Stefán tekur undir þetta. „Okkur hefur verið kennt frá barnæsku að þetta sé strákar á móti stelpum. En núna þegar við erum að verða eldri og meira að tala um þetta þá held ég að þetta sé að falla til baka. En það þarf að halda þessum samræðum áfram,“ segir Stefán. „Ég held það sé á okkar ábyrgð að reyna að fræða fleiri stráka um þetta. Ég á lítinn bróður og ef ég sé til hans tala illa um konur, eða bara fólk, á netinu þá ber ég ábyrgð á að tala við hann. Alveg eins og faðir minn ber ábyrgð á því að tala við mig um þetta. Ég held það sé númer eitt, tvö og þrjú að reyna að standa öll saman frekar en að skipta okkur upp,“ bætir Stefán við. Ábyrgðin liggi víða Ólafur segir þetta eitt mikilvægasta skrefið í átt að jafnrétti. „Það er á okkar ábyrgð að hlusta á sögurnar og hugsa að við getum gert eitthvað til að breyta þessu. Mig langar að þegar börnin mín fæðast að þau geti lifað í jöfnum heimi. Að dóttir mín, mamma mín og bara allar konur þurfi ekki að telja sig heppnar að lenda ekki í kynferðislegri áreitni.“ Krakkarnir kalla eftir meiri fræðslu í grunnskólum um ofbeldi og ábyrgð gerenda. „Mér finnst vandinn liggja mest í því að það sé ekki nógu mikil fræðsla um þetta í skólunum. Það þarf að fá fleira fólk í að vinna í þessum hlutum og fræða, og ekki endilega kennarana sem eru að kenna nemendunum núna,“ segir Ugla. Hildur Halldórsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.Vísir/Kristinn Hildur Halldórsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla segir ábyrgð foreldra mikla. Þeir verði að ræða þessi mál við börn sín. „Þannig að þau geti tekið ábyrga afstöðu gagnvart því að allur bekkurinn, allir foreldrarnir ætli að sýna af sér þá hegðun að við trúum þolendum, að við viljum heyra þessar sögur, að við erum að hlusta og að það er engin skömm,“ segir Hildur. Hún segir MeToo-umræðuna hafa leitað inn í grunnskólana og að dæmi séu um að nemendur sem veki máls á slíkum málum, og taki afstöðu með þolendum, mæti fjandsamlegu viðmóti jafnaldra sinna. „Og maður verður kannski líka að kenna því bara um þroskaleysi og krakkarnir vita ekki alveg hvaða afstöðu þau eiga að taka. Þess vegna er svo mikilvægt að við fullorðna fólkið stígum fast til jarðar.“
MeToo Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira