Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2021 13:28 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að samtökin áætli að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi. Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni. Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni.
Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira