Haukar lentu í öðru sæti Domino's deildar kvenna í vetur á meðan Keflavík var tveim stigum á eftir þeim í þriðja sæti.
Keflvíkingar skoruðu fyrstu körfu leiksins, en það voru einu 15 sekúndurnar sem Haukakonur voru undir í kvöld.
Haukar náðu mest ellefu stiga forskoti í fyrsta leikhluta, en gestirnir minnkuðu muninn í fimm stig áður en leikhlutinn var úti.
Í öðrum leikhluta stungu heimakonur þó af og náðu 18 stiga forskoti undir lok þriðja leikhluta. Keflvíkingar náðu aðeins að klóra í bakkann, en voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Hauka sem unnu að lokum verðskuldaðan 14 stiga sigur, 77-63.
Daniella Wallen átti stórleik í liði gestana, en hún skoraði 28 stig, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar og átti tvö blokk. Það Dugði þó ekki til.
Í liði Hauka var Alyesha Lovett stigahæst með 26 stig ásamt því að taka sjö fráköst.
Næsti leikur liðanna fer fram í Keflavík klukkan 20:30 á mánudaginn, en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaleikinn.