Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 18:56 Byggingin, sem hér sést springa í loft upp, hýsti skrifstofur AP- og Al Jazeera-fréttastofanna. Vísir/AP Árásir Ísraelshers í Palestínu héldu áfram í dag, sjötta daginn í röð. Bygging sem hýsti fjölmiðlafólk á Gaza varð fyrir sprengingu í morgun og átta börn fórust í loftárás Ísraela í flóttamannabúðum á svæðinu í nótt. Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Al Jalaa-turninn, byggingin sem sprengd var í loft upp, hýsti meðal annars skrifstofur fréttastofanna AP og Al Jazeera. Ísraelsher lét rýma bygginguna um klukkustund áður en sprengingin varð. Gary Pruitt forstjóri AP sagði í dag að litlu hefði mátt muna að mannfall yrði. „Um tólf fréttamenn og verktakar AP voru inni í byggingunni og sem betur fer náðum við að forða þeim út í tæka tíð. Heimurinn mun vita minna um það sem á sér stað á Gasasvæðinu vegna þess sem gerðist í dag,“ sagði Pruitt í yfirlýsingu. Ísraelsher hélt því fram í dag að í byggingunni hefði verið „herbúnaður“ hinna palestínsku Hamas-samtaka en BBC hefur eftir umsjónarmanni byggingarinnar að svo hafi ekki verið. Þá sprengdi Ísraelsher einnig heimili Khalil al Hayeh, einn helsta leiðtoga Hamas. Síðdegis í dag höfðu næstum hundrað og fjörutíu farist í árásum Ísraelshers á Gasasvæðinu, þar af þrjátíu og níu börn. Tíu fórust í mannskæðustu loftárás hersins á flóttamannabúðir á svæðinu í nótt. Átta börn voru meðal látinna - þrjú þeirra voru börn Mohammed Hadidi fjölskylduföður á Gasa en hann missti auk þess eiginkonu sína í árásinni. Sex mánaða sonur hans Omar var sá eini sem komst lífs af. Sjö hafa farist í árásum Hamas í Ísrael, samkvæmt frétt Guardian síðdegis. Í dag var efnt til mótmæla víða um heim gegn framgöngu Ísraelshers á Gasa, þar á meðal í Madríd, Berlín og París. Táragasi og vatnsbyssum var beitt á mótmælendur í síðastnefndu borginni en yfirvöld höfðu bannað mótmælin af ótta við að óeirðir brytust út.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30 Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Mörghundruð mótmæltu „blóðbaðinu“ á Austurvelli Mörghundruð manns komu saman á Austurvelli og mótmæltu framgöngu Ísraelsmanna á Gasasvæðinu í Palestínu síðustu daga. Mótmælafundurinn var haldinn undir yfirskriftinni „Stöðvum blóðbaðið“. 15. maí 2021 14:30
Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. 15. maí 2021 12:17
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila