Innlent

Mikill erill, hávaði og ölvun

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið var að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt.
Mikið var að gera hjá lögreglunni í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Um hundrað mál eru skráð í dagbók lögreglunnar og þar af mikið um hávaðatilkynningar og annað tengt ölvun.

Að öðru leiti var töluvert um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Lögreglan setti upp tvo eftirlitspósta í gærkvöldi. Annar var í Kópavogi frá um hálf tíu til hálf ellefu. Þá voru um tuttugu bílar stöðvaðir og kannað með ástand ökumanna. Einn þeirra er grunaður um ölvun við akstur.

Hinn eftirlitspósturinn var á Bústaðavegi frá ellefu til miðnættis. Þar var ástand um tvö hundruð ökumanna kanna. Einn er grunaður um ölvun við akstur, annar blés undir refsimörkum og einn reyndist án ökuréttinda.

Einn var stöðvaður á Reykjanesbraut á þriðja tímanum í nótt og var hann grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýni reyndist þó neikvætt. Tveir aðrir voru í bílnum og var ökumaðurinn að keyra þeim í Hafnarfjörð. Hann er grunaður um að stunda leiguakstur án leyfis og sölu áfengis, auk annars.

Lögregluþjónar fundu mikið magn áfengis í farangursgeymslu bílsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×