Árásir halda áfram og heimili leiðtoga Hamas jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 08:01 Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu á Gasa á undanförnum dögum. AP/Khalil Hamra Samhliða því að verða fyrir auknum þrýstingi um að koma á vopnahléi virðast Ísraelsmenn hafa hert loftárásir sínar á Gasa-ströndina. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra, heitir áframhaldandi árásum en her Ísraels segist hafa jafnað hús leiðtoga Hamas á Gasa og bróður hans við jörðu í nótt. Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC. Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Ísraelsher hefur markvisst beint árásum sínum gegn leiðtogum Hamas en þeir eru í felum á Gasa. AP fréttaveitan segir ólíklegt að þeir hafi verið á heimilum sínum þegar árásir voru gerðar á þau. Þá ver Ismail Haniyeh, æðsti leiðtogi Hamas, tíma sínum að mestu í Tyrklandi og Katar en bæði ríkin styðja samtökin. Haniyeh er nú staddur í Katar þar sem hann sagði í gær að rætur þessara nýjustu átaka mætti rekja til Jerúsalem. Hann sagði Ísraelsmenn hafa talið sig geta jafnað al-Aqsa moskuna við jörðu og vísað Palestínumönnum úr Shekh Jarrah hverfinu. Hann varaði Netanjahú við því að leika sér að eldi og sagði að „titill orrustunnar, stríðsins og uppreisnarinnar væri Jerúsalem, Jerúsalem, Jerúsalem“, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Sjá einnig: Biden hringdi í leiðtoga Ísrael og Palestínu Hamas og aðrir hafa skotið um 2.900 eldflaugum á Ísrael frá því á mánudaginn. Samkvæmt hernum um helmingur þeirra verið skotinn niður eða hrapað til jarðar innan Gasa-strandarinnar. Hamas og Islamic Jihad hafa viðurkennt að tuttugu meðlimir samtakanna hafi verið felldir í loftárásum Ísraels frá því á mánudaginn. Ísraelsher segir fjölda fallinna þó mun hærri í rauninni. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem Hamas stýrir, segir 153 Palestínumenn hafa fallið í loftárásum Ísraels, þar af 42 börn. Minnst tíu eru sagir hafa fallið í Ísrael frá því átökin hófust á mánudaginn, samkvæmt Reuters. Þar af tvö börn. Ísraelsmenn hafa gert hundruð loftárása á svæðinu, þar sem um tvær milljónir Palestínumanna búa í miklu þéttbýli. Mörg hús hafa verið jöfnuð við jörðu. Sjá einnig: Fjölmiðlabygging sprengd í loft upp í enn einni loftárásinni Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir vopnahléi á svæðinu og mun öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun funda um átökin í dag. Í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi sagði Netanjahú þó að árásir Ísraelshers myndu halda áfram, svo lengi sem þeirra væri þörf, samkvæmt frétt BBC.
Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila