Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Samúel Karl Ólason skrifar 16. maí 2021 10:21 Boris Johnson, forsætisráðherra. EPA/Jessica Taylor Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Ríkisstjórn Johnsons setti Indland á lista yfir áhættusvæði þann 23. apríl, þó ákvörðunin hefði verið tilkynnt fjórum dögum áður. Fólk sem kemur frá skilgreindum áhættusvæðum er skikkað til að vera í sóttkví á þar til skilgreindum sóttkvíarhótelum. Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi tilkynntu í gær að 1.313 hefðu greinst smitaðir af indverska afbrigðinu. Samkvæmt frétt Sky News er það nærri því þrefalt fleiri en greindust með afbrigðið fyrir þremur vikum. Hið indverska afbrigði er talið smitast rúmlega 50 prósent betur manna á milli en afbrigðið sem hefur verið ráðandi þar í landi og kallast breska afbrigðið, eða Kent afbrigðið á Bretlandi. Eins og áður segir stendur til að slaka á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Meðal annars stendur til að leyfa fólki að koma saman í meira mæli innandyra, til að mynda á heimilum og á krám. Sérfræðingar óttast að það muni hafa slæm áhrif og þá sérstaklega á yngra fólk, sem er minna bólusett og líklegra til að koma saman í miklu fjölmenni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir vísindamenn nokkuð örugga á því að þau bóluefni sem til eru veiti vörn gegn indverska afbrigðinu. Hins vegar geti það farið um óbólusett fólk eins og eldur í sinu. "We have a high degree of confidence that the vaccine will overcome."Health Secretary @MattHancock says early data gives a "degree of confidence" that the #COVID19 vaccines work against the Indian variant. #Ridge: https://t.co/3tZ5MrLvaA pic.twitter.com/8rvPi1bwpl— Sophy Ridge on Sunday (@RidgeOnSunday) May 16, 2021 Hann sagði indverska afbrigðið að verða ráðandi í sumum hlutum Bretlands eins og Bolton og Blackburn. Í Bolton hafi margir endað á sjúkrahúsi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefði ekki látið bólusetja sig. Í samtali við Sky hvatti Hancock þá sem hafa ekki verið bólusettir en eiga rétt á því, að fara sem fyrst. Hefur greinst á landamærum Íslands Indverska afbrigðið hefur greinst á landamærum Íslands. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í vikunni að það hefði gerst tvisvar sinnum og viðkomandi hefðu verið einangraðir í sóttvarnarhúsi. Annars eru langflestir þeirra sem greinast smitaðir á landamærunum með breska afbrigðið. Þá sagðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vongóður um að Íslendingum tækist vel að hemja afbrigðið hér á landi. Hann sagði einnig að ekkert benti til þess að bóluefni virki ekki gegn afbrigðinu. Covid-19 hefur þó verið í hraðri útbreiðslu á Seychelleseyjum þar sem margir bólusettir hafa greinst með indverska afbrigðið. Um 60 prósent íbúa hafa verið fullbólusettir með bóluefnum frá Kína. Um þriðjungur þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum hafa verið fullbólusettir. Bretland Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Ríkisstjórn Johnsons setti Indland á lista yfir áhættusvæði þann 23. apríl, þó ákvörðunin hefði verið tilkynnt fjórum dögum áður. Fólk sem kemur frá skilgreindum áhættusvæðum er skikkað til að vera í sóttkví á þar til skilgreindum sóttkvíarhótelum. Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi tilkynntu í gær að 1.313 hefðu greinst smitaðir af indverska afbrigðinu. Samkvæmt frétt Sky News er það nærri því þrefalt fleiri en greindust með afbrigðið fyrir þremur vikum. Hið indverska afbrigði er talið smitast rúmlega 50 prósent betur manna á milli en afbrigðið sem hefur verið ráðandi þar í landi og kallast breska afbrigðið, eða Kent afbrigðið á Bretlandi. Eins og áður segir stendur til að slaka á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Meðal annars stendur til að leyfa fólki að koma saman í meira mæli innandyra, til að mynda á heimilum og á krám. Sérfræðingar óttast að það muni hafa slæm áhrif og þá sérstaklega á yngra fólk, sem er minna bólusett og líklegra til að koma saman í miklu fjölmenni. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir vísindamenn nokkuð örugga á því að þau bóluefni sem til eru veiti vörn gegn indverska afbrigðinu. Hins vegar geti það farið um óbólusett fólk eins og eldur í sinu. "We have a high degree of confidence that the vaccine will overcome."Health Secretary @MattHancock says early data gives a "degree of confidence" that the #COVID19 vaccines work against the Indian variant. #Ridge: https://t.co/3tZ5MrLvaA pic.twitter.com/8rvPi1bwpl— Sophy Ridge on Sunday (@RidgeOnSunday) May 16, 2021 Hann sagði indverska afbrigðið að verða ráðandi í sumum hlutum Bretlands eins og Bolton og Blackburn. Í Bolton hafi margir endað á sjúkrahúsi og yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefði ekki látið bólusetja sig. Í samtali við Sky hvatti Hancock þá sem hafa ekki verið bólusettir en eiga rétt á því, að fara sem fyrst. Hefur greinst á landamærum Íslands Indverska afbrigðið hefur greinst á landamærum Íslands. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði í vikunni að það hefði gerst tvisvar sinnum og viðkomandi hefðu verið einangraðir í sóttvarnarhúsi. Annars eru langflestir þeirra sem greinast smitaðir á landamærunum með breska afbrigðið. Þá sagðist Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vongóður um að Íslendingum tækist vel að hemja afbrigðið hér á landi. Hann sagði einnig að ekkert benti til þess að bóluefni virki ekki gegn afbrigðinu. Covid-19 hefur þó verið í hraðri útbreiðslu á Seychelleseyjum þar sem margir bólusettir hafa greinst með indverska afbrigðið. Um 60 prósent íbúa hafa verið fullbólusettir með bóluefnum frá Kína. Um þriðjungur þeirra sem hafa greinst smitaðir á eyjunum hafa verið fullbólusettir.
Bretland Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38 Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04 Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36 Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. 16. maí 2021 08:38
Telja virkni kínverskra bóluefna gegn veirunni litla Æðsti embættismaður sóttvarna í Kína viðurkennir að virkni bóluefna sem hafa verið þróuð þar gegn kórónuveirunni sé lítil. Yfirvöld íhugi af þessum sökum að blanda efnunum saman til þess að freista þess að auka virknina. 11. apríl 2021 08:04
Bólusetningar sagðar bera gríðarlegan árangur Ítölsk rannsókn leiðir í ljós gífurlega virkni bóluefna við Covid-19, jafnvel eftir aðeins fyrsta skammt. 15. maí 2021 15:36
Undirróður gegn bólusetningum lætur enn á sér kræla Kórónuveirufaraldurinn og kapphlaupið við að bólusetja heimsbyggðina hefur hleypt auknu lífi í hreyfingu andstæðinga bólusetninga í heiminum. Grunnstoðir hreyfingarinnar hvíla enn að miklu leyti á löngu hröktum fullyrðingum bresks læknis sem var sviptur lækningaleyfi fyrir blekkingar sínar. 15. maí 2021 09:01