Reykjavíkurrisarnir mætast í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. maí 2021 12:32 Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox gengu báðir til liðs við Val frá KR. Valur og KR mætast í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í Origo höllinni í kvöld. Liðin voru jöfn að stigum í deildinni og þá unnu liðin sinn leikinn hvor innbyrgðis. Valsmenn unnu þó innbyrgðisviðureignirnar samtals með einu stigi og þetta eina stig tryggði þeim heimaleikjaréttinn. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira
Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir þessa viðureign í Körfuboltakvöldi í vikunni og hvers væri að vænta þegar þessi tvö stórveldi mætast. Ef helstu tölfræðiþættir eru skoðaðir má sjá að KR-ingar standa betur að vígi í sóknarleiknum í vetur, en Valsmenn eru með betri varnartölfræði. Bæði lið eru að fá mikið af stigum af bekknum sem sýnir mikla breidd þessara tveggja liða en erfitt er að sjá að annað liðið sé með augljóst forskot í helstu tölfræðiþáttum vetrarins. Jordan Roland er lykilmaður í liði Vals. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum“ Valsmenn eru með vel skipað lið, og stór hluti leikmanna þeirra hefur komið frá KR. Einn af betri leikmönnum Vals í vetur hefur verið Jordan Roland. „Þetta er bara ofboðslegur skorari og hann er alltaf til í að taka skotið en hann er aldrei að þröngva neinum fáránlegum skotum,“ sagði Benedikt Guðmundsson. „Það sem kannski lítur út fyrir að vera fáránlegt skot, það er gott skot hjá honum þannig að ekki láta blekkjast með það.“ „Bara það að Roland og Ty Sabin séu að fara að mætast er næg ástæða fyrir því að það er enginn að fara að missa af einum einast leik í þessari seríu. Það að Valur og KR séu að fara að mætast þýðir að nú eiga allir að fá sér áskrift af Stöð 2 Sport. Ekki missa af þessu.“ Klippa: Valur - KR „Ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería“ Teitur Örlygsson var sammála Benedikt og sagði að þetta væri ein mest spennandi viðureign síðari ára. „Þetta eru sjöfaldir meistarar sem byggðu upp eitthvað stóð af „homegrown“ leikmönnum og unnu titilinn sjö sinnum í röð og eru ríkjandi meistarar.“ „Svo kemur bara liðið við hliðina nánast með óútfylltan tékka og tekur Kristófer, Pavel, Jón Arnór og Finn. Er ég að gleyma einhverjum?“ Hvorki Benedikt né Teitur treystu sér í að spá fyrir um hvort liðið myndi vinna þetta einvígi. „Ég veit ekki hvernig þetta fer en ég ætla bara að fylgjast með og njóta því að þetta er sería allra sería,“ bætti Benedikt við. „Valur er með heimavallarréttinn, er það gott eða slæmt? KR er búið að vinna alla útileikina og tapa öllum heimaleikjunum, svona nánast. Er þá ekki bara gott fyrir þá að Valur eigi heimavallarréttinn?“ “Ég held að það sé mikilvægt fyrir KR að reyna að ná inn mikið af hröðum stigum. Valsmenn eru líkamlega sterkari og munu reyna að stoppa það,“ sagði Teitur. „Það er líka mjög mikilvægt fyrir KR að gera vel á opnum velli og reyna að vinna frákastabaráttuna.“ Leikur Vals og KR er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4 klukkan 20:10 í kvöld, en upphitun hefst klukkan 19:45. Umræðu strákana í Körfuboltakvöldi um þessa viðureign má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur KR Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Sjá meira