Fyrsta flugið verður til London í lok júní Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2021 12:33 Birgir Jónsson, forstjóri Play. Vísir/vilhelm Fyrsta flug flugfélagsins Play verður til Stansted-flugvallar í london í lok júní, að sögn forstjóra félagsins. „Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir félagið. Fólk er búið að vinna hörðum höndum að þessu í marga mánuði. Þetta er ótrúlega flókið og langt ferli en þetta er mjög stór dagur fyrir okkur í Play,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu. Flugfélagið tilkynnti skömmu fyrir hádegi að flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu væri í höfn. Fyrsta flugvél félagsins var afhent í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og kemur til Íslands í byrjun júní. Hún verður þvínæst máluð í einkennislitum Play. „Og við erum að taka fyrsta flugið rétt fyrir lok júnímánaðar,“ segir Birgir. Og hvert verður farið? „Fyrsta flugið verður til Stansted í London og svo fáum við fleiri flugvélar í júlí og aukum starfsemina jafnt og þétt í sumar.“ Birgir sagði í Víglínunni á Stöð 2 í byrjun maí að á meðal áfangastaða Play yrðu stærstu borgir í Evrópu; Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar, auk Alicante og Tenerife. Þá kæmi Bandaríkjaflug jafnvel til greina í lok árs. Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. 14. maí 2021 19:01 Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
„Þetta er gríðarlega stór áfangi fyrir félagið. Fólk er búið að vinna hörðum höndum að þessu í marga mánuði. Þetta er ótrúlega flókið og langt ferli en þetta er mjög stór dagur fyrir okkur í Play,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu. Flugfélagið tilkynnti skömmu fyrir hádegi að flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu væri í höfn. Fyrsta flugvél félagsins var afhent í Houston í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og kemur til Íslands í byrjun júní. Hún verður þvínæst máluð í einkennislitum Play. „Og við erum að taka fyrsta flugið rétt fyrir lok júnímánaðar,“ segir Birgir. Og hvert verður farið? „Fyrsta flugið verður til Stansted í London og svo fáum við fleiri flugvélar í júlí og aukum starfsemina jafnt og þétt í sumar.“ Birgir sagði í Víglínunni á Stöð 2 í byrjun maí að á meðal áfangastaða Play yrðu stærstu borgir í Evrópu; Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar, auk Alicante og Tenerife. Þá kæmi Bandaríkjaflug jafnvel til greina í lok árs.
Play Fréttir af flugi Tengdar fréttir Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. 14. maí 2021 19:01 Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32 Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25 Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og allir hlutir til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Erfið ákvörðun að hætta hjá Icelandair Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra fjármála hjá Icelandair Group, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Eva Sóley hóf störf í byrjun árs 2019 og hefur að sögn félagsins verið í lykilhlutverki við að koma því í gegnum fordæmalausar rekstraraðstæður. 14. maí 2021 19:01
Þóra fer frá Icelandair yfir til Play Þóra Eggertsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play. Mun hún bera ábyrgð á að byggja upp fjármálasvið flugfélagsins sem og að leiða skráningu Play á Nasdaq First North Iceland markaðinn. 10. maí 2021 17:32
Ætla að fljúga til Alicante, Tenerife, Lundúna, Kaupmannahafnar og Parísar Forstjóri flugfélagsins Play segir flugfélagið það vel fjármagnað að það þyrfti jafnvel ekki að hefja flug næstu tvö árin. Stefnan er þó tekin á fyrsta flug í júní og áfangastaðirnir vel þekktir meðal Íslendinga. 2. maí 2021 18:25
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent