„Dómararnir gerðu sitt besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. maí 2021 16:00 Sebastian var afar svekktur með Fram liðið í dag Vísir/Vilhelm Fram tapaði á móti Selfoss í dag með 4 mörkum 32 - 28. Selfoss spiluðu frábærlega í 50 mínútur og var Sebastian Alexanderson þjálfari Fram afar ósáttur með frammistöðu Fram. „Við þurfum að halda áfram að leita af varnarleiknum okkar, við erum í alvarlegri krísu með varnarleikinn okkar sem ég á í vandræðum með að finna svör við þar sem ég hef ekki breytt neinu," sagði Sebastian svekktur með varnarleik liðsins. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru fljótlega komnir 11 mörkum yfir og var þessi leikur sá slakasti hjá Fram á tímabilinu að mati Sebastians. „Þetta er án nokkurs vafa slakasta frammistaða okkar í vetur, það var til skammar hvernig við nálguðumst þennan leik, bæði ég sem þjálfari ásamt öllum hinum og áttum við minna en ekkert skilið úr þessum leik." Sebastian Alexandersson fékk tveggja mínútna brottvísun þar sem hann var afar ósáttur út í dómara leiksins. „Ég er orðin þreyttur á nokkrum atvikum sem ég tek eftir leik eftir leik sem falla alltaf á móti okkur. Það er ekki mitt að skamma dómarana enda ekki mamma þeirra." „Dómararnir gerðu eflaust sitt allra besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta," sagði Sebastian sem rímaði tvisvar í umræðunni um dómara. „Í hvert skipti sem við snertum Atla Ævar Ingólfsson fékk hann örugt víti eða brottvísun, síðan þegar strákur sem hefur verið að spila með U liðinu kemur inn á þá fær hann ekkert fyrir sinn snúð," sagði Sebastian sem vara afar ósáttur með dómara leiksins. Fram endaði leikinn á mjög góðum kafla þar sem þeir unnu síðustu 10 mínútur leiksins 11 -2 en þá voru Selfyssingar farnir að rótera liðinu sínu mikið. „Uppgjöf er ekki í boði hjá okkur sem er jákvætt, Halldór gerði vel í að búa til mínútur fyrir ungu strákana sína." „Hvernig við komum inn í leikinn er ekki í lagi. Miðað við þennan leik höfum við ekkert í úrslitakeppnina að gera en meðan við höfum tölfræðilegan möguleiki vill ég að við höldum áfram að reyna vinna leiki," sagði Sebastian að lokum. Fram Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Við þurfum að halda áfram að leita af varnarleiknum okkar, við erum í alvarlegri krísu með varnarleikinn okkar sem ég á í vandræðum með að finna svör við þar sem ég hef ekki breytt neinu," sagði Sebastian svekktur með varnarleik liðsins. Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og voru fljótlega komnir 11 mörkum yfir og var þessi leikur sá slakasti hjá Fram á tímabilinu að mati Sebastians. „Þetta er án nokkurs vafa slakasta frammistaða okkar í vetur, það var til skammar hvernig við nálguðumst þennan leik, bæði ég sem þjálfari ásamt öllum hinum og áttum við minna en ekkert skilið úr þessum leik." Sebastian Alexandersson fékk tveggja mínútna brottvísun þar sem hann var afar ósáttur út í dómara leiksins. „Ég er orðin þreyttur á nokkrum atvikum sem ég tek eftir leik eftir leik sem falla alltaf á móti okkur. Það er ekki mitt að skamma dómarana enda ekki mamma þeirra." „Dómararnir gerðu eflaust sitt allra besta en mér liður eins og boðflenna meðal gesta," sagði Sebastian sem rímaði tvisvar í umræðunni um dómara. „Í hvert skipti sem við snertum Atla Ævar Ingólfsson fékk hann örugt víti eða brottvísun, síðan þegar strákur sem hefur verið að spila með U liðinu kemur inn á þá fær hann ekkert fyrir sinn snúð," sagði Sebastian sem vara afar ósáttur með dómara leiksins. Fram endaði leikinn á mjög góðum kafla þar sem þeir unnu síðustu 10 mínútur leiksins 11 -2 en þá voru Selfyssingar farnir að rótera liðinu sínu mikið. „Uppgjöf er ekki í boði hjá okkur sem er jákvætt, Halldór gerði vel í að búa til mínútur fyrir ungu strákana sína." „Hvernig við komum inn í leikinn er ekki í lagi. Miðað við þennan leik höfum við ekkert í úrslitakeppnina að gera en meðan við höfum tölfræðilegan möguleiki vill ég að við höldum áfram að reyna vinna leiki," sagði Sebastian að lokum.
Fram Olís-deild karla Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Stemmningin í húsinu hjálpar“ „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Sjá meira