Hætta ekki að skima bólusetta ferðamenn eða þá með mótefni á næstu vikum Atli Ísleifsson skrifar 17. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill lítið tjá sig um hvernig næsti vetur verði. Hann vilji láta sumarið líta, en bendir á að ýmislegt gæti gerst og hlutirnir breyst hratt. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að hætta á næstunni að skima ferðamenn á landamærum sem eru bólusettir eða eru með mótefni. Enn sé verið að greina bólusetta einstaklinga á landamærunum með veiruna. Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. „Ekki sem komið er. Við erum að greina fólk sem er bólusett með veiruna. Þó að það séu fáir. Við höfum séð það að það er nóg að einn fari inn – sérstaklega þegar við erum að aflétta hér innanlands, erum með tiltölulega litlar aðgerðir í gangi – þá er mjög auðvelt fyrir bara nokkra einstaklinga að koma inn og setja af stað nokkrar hópsýkingar. Það viljum við ekki gera á meðan við erum ekki komin með meiri útbreiðslu og þátttöku í bólusetningunum. Það veltur líka á því.“ En kæmi það til greina að hætta þessu um miðjan júní þegar við erum komin með hjarðónæmi? „Já, ég held að þegar við erum búin að ná góðri þátttöku í bólusetningu. Ég hef slegið því fram að það sé kannski 60 til 70 prósent af þjóðinni, þegar hún er orðin bólusett, sem er kannski í kringum 220 þúsund manns sem er búin að fá að minnsta kosti eina sprautu, þá erum við komin algjörlega á það ról að við getum farið að slaka á öllum þessum aðgerðum á landamærunum. Kannski fyrr. Það fer eftir hvernig þróunin verður,“ segir Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Hlutirnir geta gerst mjög hratt Aðspurður um hvernig hann sjái næsta vetur fyrir sig segir Þórólfur að ýmislegt geti gerst mjög hratt. „Við höfum séð það frá því þetta byrjaði að hlutirnir gerast mjög hratt. Þeir gerast einn, tveir og þrír. Þess vegna hef ég verið frekar tregur til að tala um fyrirsjáanleika og langt fram í tímann þó að margir hafi verið að kalla eftir því. Svo breytast hlutirnir mjög hratt og þá verðum við að vera tilbúin að grípa til aðgerða. Ég er ekkert farinn að hugsa mikið um þetta,“ segir Þórólfur og vill sjá fyrst hvernig sumarið þróast. En hvernig gæti það mögulega breyst hratt þegar búið er að bólusetja kannski sjötíu prósent af þjóðinni? Hvað er það sem gæti mögulega breyst hratt? „Það gæti til dæmis það gerst að það kæmi upp vandamál með bóluefnin sem gerði það að verkum að við gætum ekki bólusett næstum því eins hratt og við héldum. Það gæti komið upp nýtt afbrigði af veirunni sem bóluefni virka ekki á. Þá erum við komin nokkur skref aftur á bak. Við þurfum að vera tilbúin í þetta. Auðvitað vonar maður að það muni alls ekki gerast en við verðum að vera viðbúin að eitthvað slíkt gæti gerst,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels