Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. maí 2021 20:01 Fálkinn er einstakur og fágætur fugl, og því eftirsóttur víða. Getty Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá. Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn. Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Lítið hefur borið á eggjaþjófum hér á landi undanfarin ár og jafnvel áratugi, ekki síst vegna aukinna ráðstafana til að sporna við slíkum þjófnaði. Heimildir fréttastofu herma að hingað til lands hafi nýverið komið tveir menn sem eiga að baki sögu um þjófnað á fálkaeggjum sem vakið hefur áhyggjur um að eggjaþjófnaður sé að færast aftur í aukana. „Við höfum haft áhyggjur af því að það geti verið að það sé verið að stela úr fálkahreiðrum, allavega hér á Norðausturlandi. Við höfum ekki neinar sannanir fyrir því en það hefur verið tekið eftir því að fálkapör á ákveðnum svæðum sem verpa ár eftir ár að þau koma ekki upp ungum og það er ekkert vitað af hverju,” segir Aðalsteinn Örn Snæþórsson, stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands og forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Hann segir íslenska fálkann eftirsóttan veiðifálka. „Góðir slíkir fálkar fara á mjög háar upphæðir þannig að það er eftirsókn í þessa fugla . Vissulega eru svona fálkabúgarðar sem rækta fálka upp frá grunni en það er alltaf eftirspurn eftir nýju blóði inn í svona stofna og íslenski fálkinn þykir eftirsóttur þar sem þetta er stærsta fálkategund heims og þykir öflugur við veiðar. Þannig að vissulega eru það peningarnir sem eru íþessu sem fólk er væntanlega að sækjast eftir.” Fálkasetrið fékk heimild frá Umhverfisstofnun árið 2018 til þess að setja upp eftirlitsmyndavélar til að koma í veg fyrir að þjófarnir sæki að fálkanum og spilli varpi hans, þá sérstaklega á Húsavík og annars staðar á Norðausturlandi. Dæmi eru um að ungar hafi komist á legg í fyrsta sinn í áraraðir, eftir að myndavélarnar voru settar upp. Fálkaegg eru þó ekki þau einu sem eru eftirsótt hér, til dæmis hafa smyrilsegg átt undir högg að sækja. „Á ákveðnum stöðum er þetta óvenju algengt,” segir Aðalsteinn.
Fuglar Dýr Norðurþing Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent