Frá þessu greinir Fréttablaðið.
Samtals hefur lögregla sektað einstaklinga fyrir 13,6 milljónir króna. Lægsta sektin hljóðaði upp á 20.000 krónur en sú hæsta upp á 350.000 krónur. Flestar sektirnar voru gefnar út í fyrra.
Samkvæmt Fréttablaðinu voru 312 sóttvarnabrot skráð á tímabilinu 1. mars 2020 til 20. apríl 2021. Níutíu hafa endað með sekt, þar af mál 85 einstaklinga og fimm fyrirtækja.