Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2021 13:31 Stuðningsmenn KR létu vel í sér heyra á Hlíðarenda á sunnudagskvöld. vísir/bára Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Það var ljóst frá upphafi að einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta yrði dramatískt. Fyrsti leikur stóð heldur betur undir væntingum en framganga stuðningsmanna KR vakti einnig athygli. Fyrsti leikur einvígisins var á Hlíðarenda og eftir framlengingu fögnuðu KR-ingar dísætum sigri. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í undanúrslit en liðin mætast í DHL-höllinni annað kvöld. Uppgjör Reykjavíkurliðanna er ekki síst áhugavert í ljósi þess hve sterk tengsl eru á milli leikmanna. Þjálfarar liðanna störfuðu áður fyrir félag mótherjanna, og Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox hafa allir farið frá KR yfir til Vals á síðustu tveimur árum. Kristófer greindi frá því í viðtali við Vísi síðastliðið haust að KR skuldaði honum milljónir króna vegna vangoldinna launa. Hann kvaðst hafa gefið KR kost á að greiða upp skuldina og gera við sig nýjan samning en á endanum séð sig knúinn til að rifta samningi við félagið. Hópur stuðningsmanna KR er greinilega ekki búinn að fyrirgefa Kristófer vistaskiptin og í leiknum á Hlíðarenda mátti heyra þann hóp kyrja „Júdas! Júdas!“ þegar Kristófer var með boltann. Þetta má heyra í myndbandinu hér að neðan. Klippa: Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Júdas Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og móðir Valskonunnar Ástu Júlíu Grímsdóttur, hafði gaman af leiknum en var ekki hrifin af hrópum stuðningsmanna KR. Hún skrifaði á Twitter: „Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.“ Þvílík skemmtun og bæði lið til fyrirmyndar. Eini skugginn var sorinn sem barst úr stuðningsmönnum KR. Vonandi hugsa þau sig aðeins um næst hvort rétt sé að úthúða fólki sem réð sig til vinnu, skilaði framúrskarandi starfi, fékk ekki borgað og réð sig því á annan stað.— Helga Vala Helgadóttir (@Helgavalan) May 17, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31 Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Sabin um sigurkörfuna: „Samherjarnir treysta mér“ Tyler Sabin var hetja KR þegar liðið vann Val, 98-99, eftir framlengingu í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Domino's deildar karla í körfubolta í gær. 17. maí 2021 13:31
Jakob: Skiptir ekki máli hverjir þetta eru þegar komið er út á völlinn Jakob Sigurðsson var örlagavaldur fyrir sína menn er KR vann Val með eins stigs mun í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. 16. maí 2021 22:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 98-99 | KR hafði betur í framlengdum spennutrylli Sú viðureign sem var hvað mest beðið eftir í 8-liða úrslitum Domino´s deildar karla var viðureign KR og Vals. Hún olli ekki vonbrigðum en KR vann fyrsta leik með eins stigs mun eftir framlengdan leik, lokatölur að Hlíðarenda 99-98 Íslandsmeisturunum í vil. 16. maí 2021 23:15