Bjartsýn á að hægt verði að ráðast í frekari afléttingar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2021 11:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra er bjartsýn á að hægt verði að ráðast í afléttingar á sóttvarnaaðgerðum innanlands í næstu viku. Enginn greindist með veiruna innanlands í gær og tæp 52 prósent fullorðinna hafa fengið eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Síðasti smitlausi dagurinn á Íslandi var fyrir rúmum mánuði, eða 14. apríl. 58 eru í einangrun, en voru 63 í gær. 120 eru í sóttkví en voru 165 í gær. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid, sem er sami fjöldi og í gær. Einn greindist á landamærunum í gær en sá mældist með mótefni við veirunni. 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samtals munu 28 þúsund fá bóluefni í vikunni, en hluti af þeim munu fá seinni sprautuna. Í lok apríl kynnti ríkisstjórnin afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjöldatakmörk miðist við 100 til 1000 manns og miðast verði við eins metra nálægðarreglu ef 50 prósent eða fleiri hafi fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Núverandi reglugerð rennur út 26. maí en hún kveður á um 50 manna fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu, grímunotkun og takmörkun á rekstri fyrirtækja. Forsætisráðherra á von á að áframhaldandi aðgerðir innanlands verði ræddar undir lok vikunnar eða um helgina. „Staðan á faraldrinum er nokkuð góð. Það lítur út fyrir að við höfum náð utan um þessi hópsmit sem hafa komið upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig að ég held að við séum á tiltölulega góðum stað,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þannig að það eru góðar líkur á afléttingum í næstu viku? „Ég er bjartsýn.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Síðasti smitlausi dagurinn á Íslandi var fyrir rúmum mánuði, eða 14. apríl. 58 eru í einangrun, en voru 63 í gær. 120 eru í sóttkví en voru 165 í gær. Fjórir eru á sjúkrahúsi með Covid, sem er sami fjöldi og í gær. Einn greindist á landamærunum í gær en sá mældist með mótefni við veirunni. 51,7 prósent fullorðinna hafa fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. 23 prósent teljast fullbólusett en 28,7 prósent hálfbólusett. Samtals munu 28 þúsund fá bóluefni í vikunni, en hluti af þeim munu fá seinni sprautuna. Í lok apríl kynnti ríkisstjórnin afléttingaráætlun sóttvarnaaðgerða innanlands. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjöldatakmörk miðist við 100 til 1000 manns og miðast verði við eins metra nálægðarreglu ef 50 prósent eða fleiri hafi fengið að minnsta kosti eina sprautu af bóluefni við kórónuveirunni. Núverandi reglugerð rennur út 26. maí en hún kveður á um 50 manna fjöldatakmarkanir, tveggja metra reglu, grímunotkun og takmörkun á rekstri fyrirtækja. Forsætisráðherra á von á að áframhaldandi aðgerðir innanlands verði ræddar undir lok vikunnar eða um helgina. „Staðan á faraldrinum er nokkuð góð. Það lítur út fyrir að við höfum náð utan um þessi hópsmit sem hafa komið upp á nokkrum stöðum á landinu. Þannig að ég held að við séum á tiltölulega góðum stað,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þannig að það eru góðar líkur á afléttingum í næstu viku? „Ég er bjartsýn.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira