Þar sem ástin er kæfð Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson skrifa 19. maí 2021 09:31 Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Rússland Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun