Þar sem ástin er kæfð Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Andrean Sigurgeirsson skrifa 19. maí 2021 09:31 Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Rússland Þorbjörg Þorvaldsdóttir Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi má oft sjá regnbogafána á ótrúlegustu stöðum. Oft eru þeir litlir og virðast kannski óþarfir, en jafnvel krítaður regnbogafáni á töflunni á kaffihúsi vermir mörgu hinsegin fólki um hjartað og gefur til kynna að um öruggara rými sé að ræða. Það að fáninn okkar er að einhverju leyti orðinn hluti af daglegu lífi hér á landi, getur orðið til þess að við gleymum því að regnbogafáninn er tákn sem víða er talið stórhættulegt. Á fjölmörgum stöðum í heiminum nýtur hinsegin fólk nefnilega hvorki tjáningar- eða félagafrelsis. Hinsegin fólk er víða beitt ofbeldi, handtekið, fangelsað, pyntað og líflátið fyrir að vera eins og það er. Ástin er kæfð. Nú er væntanlegur til Íslands utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, og tekur við formennsku í Norðurskautsráðinu fyrir hönd Rússa á morgun, fimmtudag. Í tilefni komu hans viljum við hvetja fólk til þess að mótmæla því óréttlæti og ofbeldi sem hinsegin fólk þarf að sæta af hálfu rússneskra stjórnvalda með því að hefja regnbogafánann á loft. En rifjum fyrst upp nokkur brot af þeirri markvissu skerðingu mannréttinda sem hefur átt sér stað í Rússlandi á undanförnum árum. Árið 2013 ákváðu rússnesk stjórnvöld að banna svokallaðan ‘hinsegin áróður’ með viðauka við barnaverndarlög. Lögin má túlka mjög vítt og þau hafa það í för með sér að í raun er bannað að öllu leyti að sýna samkynja sambönd sem eðlilegan hluta af samfélaginu. Áróðurslögin banna þannig alla opinbera viðburði hinsegin fólks, m.a. gleðigöngur og aðrar samkomur. Þau hafa nú í átta ár verið notuð á markvissan hátt til þess að þagga niður í baráttufólki fyrir mannréttindum og til þess að kynda undir hatri á hinsegin fólki. Rússneskum stjórnvöldum hefur með þessum hætti tekist að auka andúð almennings á hinsegin fólki á methraða. Í fyrra voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu stjórnarskrárbreytingar sem fólu meðal annars í sér að skilgreina hjónaband sem einungis samband karls og konu. Borgaraleg réttindi samkynja para og lagaleg staða hinsegin fjölskyldna er því engin í Rússlandi og engar breytingar í augsýn. Síðastliðið haust tókst naumlega að koma í veg fyrir lagabreytingar sem áttu að skerða réttindi samkynja para enn frekar og koma í veg fyrir að trans fólk geti fengið lagalega viðurkenningu á kyni sínu, en björninn er þó ekki unninn. Samhliða skerðingu á lagalegum réttindum hafa rússnesk stjórnvöld látið hreinar ofsóknir gegn hinsegin fólki viðgangast óátaldar. Í apríl 2017 hófu yfirvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu skipulagða útrýmingu á hinsegin karlmönnum, eða svokallaða hreinsun. Hundruðir karlmanna voru handteknir og pyntaðir grimmilega fyrir það eitt að hrífast af sama kyni og a.m.k. þrír voru myrtir. Í byrjun árs 2019 bárust síðan fréttir af því að hafist hefði ný hrina ofsókna. Samkvæmt baráttusamtökunum Russian LGBT Network voru um 40 manns tekin haldi og tvö myrt. Yfirvöld í Rússlandi vissu af þessum ofsóknum og leiddu þær hjá sér og hika raunar ekki við að framselja hinsegin fólk sem flúið hefur til Rússlands aftur til Tsjetsjeníu, eins og nýleg dæmi sanna. Í Rússlandi heldur barátta hinsegin fólks því áfram við erfiðar aðstæður, þökk sé hugrökku fólki sem leggur líf sitt í hættu til þess að berjast fyrir betri heimi. Hinsegin aktívistar eru meðal annars ítrekað handtekin og sótt til saka fyrir þann meinlausa gjörning að hefja merki hinsegin fólks á loft í almannarýminu: Regnbogafánann. Táknið sem við sjáum svo víða á Íslandi að við gleymum því hversu mikilvægt það er. Samtökin ‘78 hvetja öll þau sem geta til þess að nýta það frelsi sem við höfum hér á landi og standa með rússneskum systkinum okkar. Sýnum hinsegin fólki í Rússlandi að okkur er ekki sama, styðjum við staðfestu þeirra í flóðbylgju mótlætis og haturs. Flöggum regnbogafánanum á fánastöngum, úti í glugga, á vinnustöðum, í skólum. Sýnum Sergei Lavrov og rússneskum stjórnvöldum að þeim mun aldrei takast að kæfa ástina með hatri. Flöggum fyrir mannréttindum! #FLÖGGUM Þorbjörg Þorvaldsdóttir er formaður Samtakanna '78 og Andrean Sigurgeirsson varaformaður Samtakanna '78.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun