Fundu málmgufur utan um halastjörnur Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:01 Járn (Fe) og nikkel (Ni) fannst í þunnum gashjúp þegar ljósið frá halastjörnunni C/2016 R2 (PANSTARRS) var litrófsrgreint. Þungmálmar eru yfirleitt ekki á gasformi í kuldanum fjarri sólinni. ESO/L. Calçada, SPECULOOS Team/E. Jehin, Manfroid og fleiri Uppgötvun evrópskra stjörnufræðinga á gufum þungmálma í gashjúpi utan um halastjörnur innan og utan sólkerfisins okkar þykir óvænt. Þungmálmar finnast venjulega í heitu umhverfi en ekki á gasformi í kringum halastjörnur þegar þær eru fjarri sólinni. Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra. Geimurinn Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Járn- og nikkelgas fannst í þunnum gashjúpi sem umlykur halastjörnur í rannsókn hóps belgískra stjörnufræðinga á tuttugu halastjörnum sem fylgst hefur verið með yfir tuttugu ára tímabil. Gasið fannst jafnvel utan um halastjörnu sem voru meira en 480 milljónir kílómetra frá sólinni, þrefalt lengra en jörðin er frá sólinni. Vitað var að járn og nikkel væri að finna í innviðum halastjarna í sólkerfinu. Þungmálmar þurrgufa aftur á móti ekki vanalega upp við lágt hitastig utarlega í sólkerfinu og því kom það stjörnufræðingunum á óvart að finna frumefnin í gashjúpi halastjarnanna. Yfirleitt finnast þungmálmar í lofthjúpum mjög heitra fjarreikistjarna eða utan um halastjörnu sem gufa upp þegar þær fara of nærri sólu. Einnig kom það á óvart að efnin skyldu finnast í nokkuð jöfnum hlutföllum. Yfirleitt er tífalt meira af járni í sólkerfinu okkar en nikkel, þar á meðal í sólinni og í loftsteinum sem hafa skollið á jörðina. Halastjörnur mynduðust á sama tíma og sólkerfið en þær hafa lítið sem ekkert breyst á þeim milljörðum ára sem síðan eru liðnir. Í kenningunni ættu sömu hlutföll því að sjást á milli frumefnanna tveggja í þeim. „Við teljum að þau berist frá einhverju sérstöku efni í kjarna halastjörnunnar sem þurrgufi við mjög lágt hitastig og losi við það járn og nikkel í um það bil sömu hlutföllum,“ er haft eftir Damien Hutsemékers, úr belgíska teyminu í Liège-háskóla, í tilkynningu Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO) um uppruna efnanna. Stjörnufræðingarnir notuðu VLT-sjónauka ESO við rannsóknina. Vísbending um aðstæður í öðrum sólkerfum Þungmálmar fundust einnig í gashjúpi enn fjarlægari halastjörnu. Pólskur hópur vísindamanna fann þannig nikkel í gashjúpnum utan um 2l-Borisov, fyrstu halastjörnuna sem menn fundu sem á rætur sínar að rekja utan sólkerfisins okkar. Þeir gerðu mælingar sínar þegar halastjarnan sveif fram hjá fyrir rúmu einu og hálfu ári. Þá var hún um 300 kílómetra frá sólinni okkar, tvöfalt lengra en jörðin er frá sólu. „Í fyrstu trúðum við varla að nikkel væri í raun í 2I/Borisov þegar hún var svo langt frá sólu. Við gerðum nokkrar prófanir áður en við sannfærðumst,“ sagði meðhöfundur greinarinnar Piotr Guzik við Jagiellonian-háskóla í Póllandi. Fundurinn bendir til þess að svonefnd miðgeimhalastjarna eins og 2l/Borisov sem varð ekki til í sólkerfinu okkar og halastjörnurnar í okkar eigin sólkerfi eigi ýmislegt sameiginlegt. Þá veitir rannsókn á miðgeimsfyrirbæri eins og 2l/Borisov sýn inn í önnur sólkerfi og efnasamsetningu þeirra.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira