Skiptu 22 sinnum um forystu í leik eitt og stríð KR og Vals heldur áfram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2021 14:01 Matthías Orri Sigurðarson var að spila á móti KR í síðustu úrslitakeppni en nú er hann með KR á móti Val þar sem eru margir úr KR-liðinu sem hann mætti í úrslitakeppninni 2019. Vísir/Bára Vísir hitar upp fyrir stórleik kvöldsins með myndbandi um það helsta sem gerðist í frábærum fyrsta leik KR-inga og Valsmanna. Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28) Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Annar leikur KR og Vals í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla fer fram í DHL-höllinni í kvöld og ef það er eitthvað að marka fyrsta leikinn þá er von á mikilli veislu í Frostaskjólinu. KR vann dramatískan sigur á Valsliðinu í leik en sá leikur fór alla leið í framlengingu og endaði á því að Tyler Sabin tryggði KR eins stigs sigur, 99-98, með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn en lokaskotið geigaði hjá gamla KR-ingnum Pavel Ermolinskij. Það var mikið um sviftingar í þessum leik sem sést vel á því að leikurinn var þrettán sinnum jafn og liðin skiptu 22 sinnum um forystu. Hér fyrir neðan má sjá sögu þessa fyrsta leiks. Klippa: Saga leiks eitt í einvígi Vals og KR í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta KR-ingar, ekki síst þjálfarinn, fögnuðu eins og þeir væru búnir að vinna einvígið og það bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig þeir koma inn í þennan leik tvö í kvöld. Þrír sigrar koma liði áfram í undanúrslit. KR-liðið „þarf“ að spila þennan leik á heimavelli sínum sem flestum þætti kostur en kannski ekki KR-ingum sem hafa tapað átta af ellefu heimaleikjum sínum í vetur þar á meðal með tíu stigum í leik á móti Valsmönnum í mars. Miðjan mætti hins vegar á fyrsta leikinn og er kannski það sem hefur vantar fyrir KR-liðið í heimaleikjum vetrarins. Valsmenn hafa heldur ekki fagnað sigri í leik í úrslitakeppni í meira en 29 ár en á sama tíma hafa KR-ingar unnið 10 Íslandsmeistaratitla og alls 118 sigurleiki í úrslitakeppni. Frá því að Valur vann síðast leik í úrslitakeppni 7. apríl 1992 hafa KR-ingar sent heil 38 lið í sumarfrí í úrslitakeppni. KR treystir mikið á þriggja stiga skotin en liðið nýtt 59 prósent þriggja stiga skota sinna í leik eitt. Það er besta nýting liðsins fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur. Sex leikmenn KR liðsins hittu 60 prósent eða betur úr þriggja stiga skotum sínum en meðal þeirra sem gerðu það ekki voru skytturnar Brynjar Þór Björnsson (1 af 3) og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson (0 af 2). Þriggja stiga nýting KR-liðsins skiptir liðið miklu máli, liðið hefur unnið 12 af 14 leikjum þar sem Vesturbæingar nýta 35 prósent skota sinna eða betur en hafa á móti tapað 8 af 9 leikjum þegar þriggja stiga skotnýtingin er undir 35 prósentum. Leikur KR og Vals hefst klukkan 20.15 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Dominos Körfuboltakvölds hefst klukkan 19.45. Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Hversu mikilvæg er þriggja stiga skotnýtingin fyrir KR? Gengi KR-liðsins í Domino´s deildinni í vetur ... ... þegar KR hittir úr 35% þriggja stiga skota eða betur 12 sigurleikir í 14 leikjum 86 prósent sigurhlutfall [Tapleikir á móti Val og Keflavík] -- ... þegar KR hittir úr 34% þriggja stiga skota eða verr 1 sigurleikur í 9 leikjum 11 prósent sigurhlutfall [Sigurleikur á móti Njarðvík] -- Bestu þriggja stiga skotleikir KR-liðsins í vetur: 59 prósent í sigurleik á Val í leik eitt í 8 liða úrslitum (16 af 27) 50 prósent í sigurleik á Haukum 31. janúar (19 af 38) 48 prósent í sigurleik á Hetti 18. mars (11 af 23) 46 prósent í sigurleik á Hetti 21. janúar (18 af 39) 46 prósent í sigurleik á Stjörnunni 11. febrúar (18 af 39) 45 prósent í sigurleik á ÍR 10. maí (20 af 44) 44 prósent í sigurleik á ÍR 28. febrúar (14 af 32 43 prósent í sigurleik á Tindastól 7. mars (15 af 35) 43 prósent í tapleik á móti Val 11. mars (12 af 28)
Dominos-deild karla KR Valur Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira