Repúblikanar í hár saman vegna umdeildrar endurskoðunar Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2021 15:39 Starfsmenn Cyber Ninjas fara yfir atkvæði frá Maricopa-sýslu í íþróttahöll í Phoenix. Kosningasérfræðingar hafa gagnrýnt vinnubrögð fyrirtækisins, þau séu ógegnsæ og óörugg. AP/Matt York Endurskoðun sem repúblikanar í öldungadeild ríkisþings Arizona í Bandaríkjunum fyrirskipuðu á úrslitum forsetakosninganna í nóvember heldur áfram þrátt fyrir harðar mótbárur flokkssystkina þeirra sem báru ábyrgð á framkvæmd þeirra í stærstu sýslu ríkisins. Embættismennirnir neituðu að taka þátt í endurskoðuninni í vikunni. Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Ákvörðun repúblikana í öldungadeildinni í Arizona um að fela einkafyrirtæki að fara yfir úrslit kosninganna hefur sætt harðri gagnrýni. Forstjóri fyrirtækisins hefur endurómað stoðlausar fullyrðingar Donalds Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum og kosningasérfræðingar hafa deilt á aðferðirnar sem fyrirtækið beitir við endurskoðunina. Joe Biden varð fyrsti Demókratinn til að vinna sigur í forsetakosningum í Arizona frá árinu 1996 og við það hafa margir repúblikanar sem halda enn tryggð við Trump ekki vilja una. Þeir, með Trump sjálfan í fararbroddi halda enn á lofti svikabrigslum um að eitthvað hafi verið bogið við framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu ríkisins þar sem Phoenix er stærsta borgin. Ásakanir repúblikana hafa ekki þagnað þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri Arizona og repúblikani, hafi staðfest kosningaúrslitin, ríkis- og alríkisdómarar hafi vísað á bug ásökunum um svindl og tvær endurskoðanir og endurtalning á hluta atkvæða hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós. Þegar öldungadeildin ákvað að endurskoðunin færi fram lét hún leggja hald á kosningavélar og um 2,1 milljón atkvæðaseðla í Maricopa-sýslu. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast búast við því að endurskoðuninni ljúki í júní. Neituðu að funda með endurskoðendunum Embættismenn í Maricopa-sýslu sem báru ábyrgð á framkvæmd kosninganna, og eru einnig repúblikanar, eru æfir yfir endurskoðun öldungadeildarinnar. Washington Post segir að þeir hafi neitað að vinna með Cyber Ninjas, fyrirtækinu sem framkvæmir hana. Fyrr í vikunni kölluðu fulltrúar sýslunnar endurskoðunina „fals“ sem græfi undan lýðræðinu með því að ýta undir falskar samsæriskenningar og meiða æru starfsmanna kjörstjórnar í sýslunni. Karen Fann, forseti öldungadeildarinnar, harmaði að embættismenn Maricopa-sýslu hefðu ekki viljað funda með henni og fyrirtækinu til að ræða það sem hún kallaði „alvarleg álitamál“ við kosningarnar í gær. Endurskoðunin héldi áfram þrátt fyrir mótbárur sýsluyfirvalda. Þingforsetinn og félagar hans halda því fram að endurskoðuninni sé ekki ætlað að skera úr um hvort að Biden hefði raunverulega sigrað í Arizona heldur að finna leiðir til þess að bæta framkvæmd kosninganna þar í framtíðinni. Repúblikanar víða um Bandaríkin hafa notað lygar Trump um kosningarnar til þess að samþykkja fjölda laga sem gera kjósendum erfiðara fyrir að greiða atkvæði. Trump heldur engu að síður áfram að ljúga um kosningarnar og vonast til þess að endurskoðunin í Arizona verði sú fyrsta af mörgum sem sýni fram á að hann hafi verið raunverulegur sigurvegari forsetakosninganna í nóvember. Forstjóri Cyber Ninjas sem sér um endurskoðunina hefur endurómað stoðlausar samsæriskenningar Trump um stórfelld svik í forsetakosningunum í nóvember.AP/Matt York Sökuðu kjörstjórn um að eyða gögnum Töluverð spenna hefur ríkt á milli repúblikana í Maricopa-sýslu annars vegar og í öldungadeild ríkisþingsins hins vegar vegna endurskoðunarinnar, ekki síst eftir að Cyber Ninjas ýjaði að því að yfirmenn kjörstjórnar gætu hafa framið lögbrot með því að „eyða“ gögnum af netþjón áður en hann var afhentur fyrirtækinu. Trump forseti básúnaði ásökunum um að kjörstjórnin hefði eytt „heilum gagngrunni“ ólöglega. Síðar kom í ljós að gögnin sem um ræddi voru enn til staðar. Opinber Twitter-síða Maricopa-sýslu deildi hart á Fann þingforseta og fyrirtækið í gær. „Daginn eftir að við útskýrðum í tæknilegu bréfi að þeir væru bara að leita á röngum stað finna „endurskoðendurnir“ skyndilega gögnin,“ tístu sýsluyfirvöld með drjúpandi kaldhæðni. Þá hafa sýsluyfirvöld neitað að afhenda endurskoðendunum lykilorð að kosningavélum og netþjónum sem öldungadeildin hefur krafið þau um. Segjast þau ekki hafa lykilorðin og að það gæti ógnað öryggi viðkvæmara upplýsinga að opna netþjónana. AP-fréttastofan segir ekki ljóst hvernig endurskoðunin sé fjármögnuð. Forstjóri Cyber Ninjas hefur þegar sagt að þeir 150.000 dollarar sem öldungadeildin samþykkti að verja í hana dygðu ekki fyrir kostnaðinum. Að minnsta kosti tvenn samtök hliðholl Trump hafa sagst safnað hundruð þúsundum dollara fyrir endurskoðuninni.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira