Greint var frá því fyrr í vikunni að hann myndi væntanlega yfirgefa uppeldisfélagið í sumar en hann er talinn kosta um 150 milljónir punda.
Tottenham hefur sagt að Kane sé ekki til sölu en hann er sagður sjálfur vilja burt. Guardiola var spurður út í framherjann á blaðamananfundinum eftir tapið gegn Brighton í gær.
„Næsta spurning. Hann er leikmaður Tottenham, takk,“ sagði Guardiola stuttorður.
Kane vill fá framtíð sína á hreint áður en hann leiðir enska landsliðið út á völlinn á Evrópumóti sumarsins sem hefst eftir þrjár vikur.
Hann er þó reiðubúinn að bíða eins lengi og þarf til þess að komast burt frá Tottenham þar sem hann hefur raðað inn mörkum undanfarin ár.
'Next question... he is a Tottenham player'
— MailOnline Sport (@MailSport) May 19, 2021
Pep Guardiola REFUSES to discuss move for Harry Kanehttps://t.co/P9Nov3CHnK