Liverpool vann þá 3-0 útisigur á Burnley og komst upp í fjórða sætið á markatölu fyrir lokaumferðina sem fer fram um helgina.
"Let's finish the season, If you want I'll write a book about both boys Nat & Rhys."
— Football Daily (@footballdaily) May 20, 2021
Jurgen Klopp speaks of his delight for Nat Phillips & Rhys Williams but wants to focus on the final game first pic.twitter.com/eoBMdcjhua
Lokaleikur tímabilsins hjá Liverpool er á móti Crystal Palace á Anfield og það mega vera tíu þúsund manns í stúkunni sem gæti skipt miklu máli fyrir Liverpool liðið sem hefur ekki fundið sig á tómum Anfield í vetur.
„Í dag var undanúrslitaleikur. Við urðum að vinna þennan undanúrslitaleik og við gerðum það,“ sagði Jürgen Klopp í viðtali við Sky Sports.
„Það er ekkert í hendi ennþá en við bættum stöðu okkar og við fáum þennan úrslitaleik. Það er það sem við þurftum. Það er líka það sem við áttum skilið því þetta var toppframmistaða hjá liðinu,“ sagði Klopp.
"We get the support of 10,000 people at Anfield, I can't wait for that."
— Football Daily (@footballdaily) May 19, 2021
Jurgen Klopp is excited to welcome back the Liverpool supporters in to Anfield on Sunday pic.twitter.com/vVKvJaNe5N
„Nú þurfum við bara að passa upp á það að við náum góðri og hraðri endurheimt. Við erum með þunnan hóp í sumum stöðum. Við þurfum að setja þá leikmenn í bómull,“ sagði Klopp.
„Ég get ekki beðið að fá að spila fyrir framan tíu þúsund manns á Anfield. Það er ekkert öruggt því Palace er með sterkt lið,“ sagði Jürgen Klopp.