Hornspyrna Gylfa á 48. mínútu sigldi beint á höfðið á Brasilíumanninum Richarlison sem skallaði hann í netið og tryggði Everton 1-0 sigur á Úlfunum.
Gylfi er bæði markahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður Íslands í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Þetta var fimmta stoðsendingin hans á tímabilinu en hann hefur einnig skorað sex mörk. Stoðsendingar Gylfa í vetur hafa verið á Richarlison (3), Dominic Calvert-Lewin og Yerry Mina en fjórum af þessum fimm mörkum hafa verið skoruð með skalla.
Fly Richy, fly! @richarlison97 #EVEWOL pic.twitter.com/DwLeI97nxq
— Everton (@Everton) May 19, 2021
Þetta var ennfremur fjórða sigurmarkið sem Gylfi leggur upp á leiktíðinni þar af hefur liðið þrjá af þeim leikjum 1-0.
Gylfi hefur einnig skorað tvö sigurmörk sjálfur og er því maðurinn á bak við sex sigurmörk Everton liðsins á leiktíðinni.
Gylfi hefur alls komið að 117 mörkum með beinum hætti á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni en hann er nú með 67 mörk og 50 stoðsendingar í 317 leikjum.
- Flestar stoðsendingar íslenskra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni:
- (Tölfræði frá ensku úrvalsdeildinni)
- 1. Gylfi Þór Sigurðsson 50
- 2. Eiður Smári Guðjohnsen 28
- 3. Jóhann Berg Guðmundsson 17
- 4. Hermann Hreiðarsson 15
- 5. Heiðar Helguson 9
- 6. Grétar Rafn Steinsson 8