Þurfa að passa að láta Miðjuna ekki hræða sig Sindri Sverrisson skrifar 20. maí 2021 15:00 Kristófer Acox með boltann í DHL-höllinni í Vesturbæ í gærkvöld. Hluti stuðningsmanna KR hefur reynt að trufla einbeitingu hans í einvíginu. vísir/bára „Í fyrsta lagi er þetta náttúrulega gaman,“ sagði Kristófer Acox um „persónulegt“ einvígi Vals og KR í 8-liða úrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta. Einvígi sem heldur betur hefur staðið undir væntingum. Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan. Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Eftir sigur KR í framlengdum fyrsta leik einvígisins náðu Kristófer og félagar í Val að jafna metin í öðrum spennutrylli á hans gamla heimavelli í DHL-höllinni. Kristófer mætti til Kjartans Atla og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi strax eftir sigurinn og var spurður hvernig honum þætti að spila þessa leiki sem svo mikið væri rætt og ritað um. Persónulegt og við höfum rætt það „Það er mikið lagt í þetta, mikið púður, og við vitum auðvitað að það er þetta „tension“ og öll þessi umfjöllun, en þegar maður er mættur á gólfið þá er þetta bara körfuboltaleikur. Maður reynir að blokkera allt utanaðkomandi til að spila bara leikinn. Við erum í þessu til að vinna og við þurfum að fara í gegnum KR til að vinna þennan titil,“ sagði Kristófer. Klippa: Körfuboltakvöld - Kristófer Acox eftir sigurinn á KR Miðjan, stuðningsmannahópur KR-inga, hefur látið afar vel í sér heyra í fyrstu tveimur leikjunum. Kristófer er vanur að hafa hópinn með sér í liði en nú þegar hann er kominn til Vals hefur hann meðal annars verið kallaður „Júdas“ af þessum sama hópi. „Þetta er persónulegt og við erum alveg búnir að tala um það. Þetta er aðeins persónulegra en aðrar rimmur. En við förum í þetta til að vinna og þurfum að passa okkur að láta þetta ekki gera okkur hrædda. Við erum búnir að vera með þetta [hrópin frá Miðjunni] með okkur í öfuga átt í öll þessi ár og þurfum að einbeita okkur að því að nota þetta fyrir okkur,“ sagði Kristófer sem líkt og Jón Arnór Stefánsson, Pavel Ermolinskij og fleiri fór frá KR yfir til Vals. Passar sig að syngja ekki með En hvernig líður honum í íþróttahúsi KR-inga, með KR-lagið hans Bubba Morthens í eyrunum í upphitun? „Þú heyrir kannski taktinn í hausnum á þér en ég er nú yfirleitt með heyrnatól og reyni að hlusta ekki á þetta. Þetta er náttúrulega frábært lag en maður passar sig á að syngja ekki með,“ sagði Kristófer léttur en nánar er rætt við hann hér að ofan.
Dominos-deild karla KR Valur Tengdar fréttir Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55 Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28 Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14 Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31 Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Sjá meira
Finnur: Við töluðum um það að koma fleiri líkömum inn í teig og það gekk vel í kvöld Valsmenn jöfnuðu metin í einvíginu við KR í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla fyrr í kvöld þegar þeir lögðu KR í DHL höllinni 84-85. Finnur Freyr var ánægður með ýmislegt í leik sinna manna en að sama skapi þarf að bæta sóknarleikinn. 19. maí 2021 22:55
Darri: Allt annað að hafa Tyler á boltanum með 8 sekúndur eftir Darri Freyr Atlason þjálfari KR var ekki nógu sáttur við frákasta baráttu sinna manna þegar lið hans lá fyrir Val 84-85 í DHL höllinni fyrr í kvöld. Með sigrinum jafnaði Valur einvígið við KR 1-1 en leikið er í 8-liða úrslitum Dominos deildar karla. 19. maí 2021 22:28
Umfjöllun: KR - Valur 84-85 | Annar spennutryllir og allt jafnt Valur er búið að jafna metin gegn grönnum sínum í KR í átta liða úrslita einvígi liðanna í Domino's deild karla. 19. maí 2021 23:14
Þingmaður setur út á „sora“ KR-inga Stuðningsmenn KR kölluðu Kristófer Acox, fyrrverandi lykilmann liðsins, Júdas í fyrsta leik einvígis Vals og KR í körfubolta karla. Þingmaðurinn Helga Vala Helgadóttir lýsti hrópum stuðningsmannanna sem „sora“. 18. maí 2021 13:31