Hnepptu meintan stórsmyglara í varðhald með aðstoð spænsku lögreglunnar Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 21. maí 2021 18:11 Í farangri konunnar sem var handtekinn í desember fundust fimm þúsund MDMA töflur, hundrað LSD töflur og fimm kíló af kannabisefnum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurnesjum telur sig vera með höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli í gæsluvarðhaldi. Maðurinn var framseldur til Íslands frá Spáni í marsmánuði. Fjórir til viðbótar voru handteknir vegna málsins sem lögregla flokkar sem skipulagða glæpastarfsemi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór. Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið með málið til rannsóknar í nokkra mánuði. Í lok desember stöðvaði tollgæslan á Keflavíkurflugvelli konu á fertugsaldri sem kom til landsins frá Spáni í gegnum Amsterdam. Í farangri konunnar fundust fimm þúsund MDMA töflur, um hundrað LSD skammtar og fimm kíló af kannabisefnum. Rannsókn málsins leiddi í ljós að konan væri líklega ekki ein á ferð og daginn eftir var par á fertugsaldri handtekið á Keflavíkurflugvelli með þrjú hundruð grömm af metamfetamíni. Meintur höfuðpaur framseldur frá Spáni „Þá komu fram vísbendingar um að aðrir tengdust þessu og var óskað eftir aðstoð spænskra yfirvalda um handtöku á aðila sem var svo handtekinn og framseldur til Íslands 31. mars,“ segir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann segir að málið sé verulega umfangsmikið. „Og eins og ég segi þá leituðum við á náðir annarra lögregluyfirvalda um að rannsaka þetta mál og fengum manninn framseldan,“ segir Jón Halldór. Maðurinn, sem er ekki íslenskur ríkisborgari, sætir nú gæsluvarðhaldi. Hann er fæddur árið 1996 og telur lögregla að hann sé höfuðpaurinn og flokkar málið sem skipulagða glæpastarfsemi. Farið var í húsleit á þremur stöðum vegna málsins. „Það eru þarna útveguð burðardýr og það er verið að leggja drögin að þessum innflutningi og alveg klárlega fellur þetta undir skilgreininguna á skipulagðri brotastarfsemi,“ segir Jón Halldór. Þá var einn til viðbótar handtekinn vegna málsins í Reykjavík í apríl. Rannsókn málsins á lokastigi Kompás fjallaði um skipulagða glæpastarfsemi í tveimur þáttum í byrjun mánaðarins þar sem fram kom að lögreglan óttist að lenda undir í baráttunni við skipulagðra glæpahópa. Þættina má nálgast í spilaranum hér að neðan. Jón Halldór segir það vera til skoðunar hvort hópurinn hafi áður stundað álíka brotastarfsemi hér á landi. Hann vill ekki tjá sig um þann þátt að öðru leyti. „Rannsókn málsins er á lokastigi og verður send héraðssaksóknara á allra næstu dögum,“ segir Jón Halldór.
Lögreglumál Kompás Tollgæslan Keflavíkurflugvöllur Smygl Fíkniefnabrot Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira