Ummælin fela í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði, eins og segir í báðum úrskurðum.
„Hafi ummæli leikmannsins, „Pólska drasl“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði varðandi þjóðernisuppruna leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í 5 leiki í keppnum og banni frá Dalvíkurvelli á meðan bannið varir,“ segir á vef KSÍ þar sem greint var frá dómunum tveimur.
„Leikmaðurinn var ekki á vegum FH er hann lék æfingaleik með Magna á Dalvíkurvelli og kom FH þar hvergi nærri. Eins og mál þetta er vaxið er það mat aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að ekki séu fyrir hendi lagaskilyrði til þess að refsa knattspyrnudeild FH í málinu með fjársekt.“
„Telja verður að með því að leika undir merkjum knattspyrnudeildar Magna, hafi leikmaðurinn haft hlutverk á vegum Magna í tengslum við leikinn sem leikmaður,“ segir einnig í dómnum og þar með telur KSÍ að knattspyrnudeild Magna sé ábyrg fyrir ummælunum og hefur hún því verið sektuð um hundrað þúsund krónur.
Úrskurðinn í heild sinni má finna hér.
„Hafi ummæli leikmannsins; „fokking hommi“ falið í sér fyrirlitningu og niðurlægingu í orði með vísan til kynhneigðar leikmanns andstæðinga. Vegna brotsins skal leikmaðurinn sæta leikbanni í 5 leiki í öllum keppnum á vegum KSÍ og banni frá Domusnova-vellinum í Reykjavík á meðan bannið varir.“
„Telja verður að með því að leika undir merkjum knattspyrnudeildar UMFN, hafi leikmaðurinn haft hlutverk á vegum Njarðvíkur í tengslum við leikinn sem leikmaður. Auk þess sem hann er skráður leikmaður með keppnisleyfi hjá Njarðvík,“ og því hefur KSÍ ákveðið að sekta Njarðvík um hundrað þúsund krónur.