Vopnahlé hefur tekið gildi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. maí 2021 23:47 Þrátt fyrir að búið væri að semja hélt sprengjuregnið áfram alveg þangað til samningurinn tók gildi. AP/Hatem Moussa Vopnahléssamningur milli Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna tók gildi nú klukkan 23 á íslenskum tíma. Greint var frá því fyrr í kvöld að ríkisstjórn Ísraels hefði ákveðið að ganga að samningnum en óljóst var hvenær hann myndi taka gildi. Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna. Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Ellefu dögum af linnulausum loftárásum Ísraelshers og Hamas hefur því lokið, þar sem palestínskir íbúar Gasasvæðisins komu óumdeilanlega verst út úr átökunum. Að minnsta kosti 232 Palestínumenn létu lífið, þar af 64 börn, á meðan aðeins tólf létust í Ísrael, þar af tvö börn. Síðan átökin hófust hefur verið þrýst á Ísraelsmenn að leita leiða til að koma aftur á vopnahléi við Hamas-samtökin. Í gær átti Joe Biden Bandaríkjaforseta síðan símtal við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, þar sem hann lýsti því yfir að hann vildi að vopnahléi yrði komið á. Skutu eldflaugum í allt kvöld Í kjölfarið af símtalinu gaf Netanjahú hins vegar út yfirlýsingu um að hann myndi gefa í árásirnar. Í dag kallaði hann þó ríkisstjórn sína saman til að funda um vopnahlé og um klukkan háf átta var það gefið út að ríkisstjórnin hefði samþykkt að ganga að vopnahléssamningi, sem varð til fyrir tilstilli Egypta. Egyptar hafa lofað um sextíu milljörðum króna í enduruppbyggingu á Gasasvæðinu. Hins vegar tók ríkisstjórnin það fram í dag að enn hefði ekki verið ákveðið hvenær samningurinn ætti að taka gildi. Hann tók gildi nú klukkan ellefu í kvöld, eða klukkan 2 um nótt að staðartíma. Bæði Ísraelsher og Hamas-samtökin hafa skotið eldflaugum síðan samningurinn var tilkynntur en hættu auðvitað um leið og samningurinn tók gildi. Hvað næst? Haldi vopnahléið er óljóst hvað tekur við. Samskipti Ísraels og Palestínu hafa síst batnað eftir stríð síðustu daga og ljóst að mikið þarf að koma til ef frekari átök á svæðinu eiga ekki að brjótast út á næstunni. Bandaríkjaforseti sendi frá sér ávarp í kjölfar frétta af vopnahléssamningnum þar sem hann boðaði aðstoð Bandaríkjanna og fleiri ríkja við uppbyggingu á Gasasvæðinu eftir sprengjuárásir Ísraelsmanna.
Palestína Ísrael Tengdar fréttir Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30 Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Sjá meira
Biden þrýsti á Netanjahú og sagðist vænta færri árása Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, býst við töluverðum samdrætti í árásum Ísraelsmanna á Gasa-ströndinni í dag. Þetta sagði hann í samtali við Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, í dag. 19. maí 2021 14:30
Ísraelsstjórn mótmælt víða um heim Fjölmenn mótmæli voru víða gegn loftárásum Ísraela á Gasasvæðið í dag. Ekkert lát er á árásunum né eldflaugaskotum Hamas-samtakanna á ísraelskar borgir. 18. maí 2021 20:01