Elín Metta hefur enn ekki skorað og Pepsi Max mörkin veltu fyrir sér hvort aðrar væru komnar á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:31 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Hún skoraði sitt síðasta mark í deildinni 26. september 2020. Vísir/Vilhelm Markaleysi eins mesta markaskorara Pepsi Max deildar kvenna undanfarin ár var til umræðu í Pepsi Max mörkunum í gær. Valskonan Elín Metta Jensen hefur enn ekki komist á blað í sumar. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti