Elín Metta hefur enn ekki skorað og Pepsi Max mörkin veltu fyrir sér hvort aðrar væru komnar á bekkinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2021 10:31 Elín Metta Jensen á ferðinni í leik með Valsliðinu í Pepsi Max deildinni í sumar. Hún skoraði sitt síðasta mark í deildinni 26. september 2020. Vísir/Vilhelm Markaleysi eins mesta markaskorara Pepsi Max deildar kvenna undanfarin ár var til umræðu í Pepsi Max mörkunum í gær. Valskonan Elín Metta Jensen hefur enn ekki komist á blað í sumar. Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira
Pepsi Max mörkin fóru yfir fjórðu umferðina í gær og þá staðreynd að Elín Metta Jensen er ekki meðal sex markaskorara Valsliðsins í sumar. „Elín Metta. Ég verð að nefna hana. Það eru komnar fjórar umferðir á þessu móti og hún hefur ekki enn skorað,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Það er óvanalegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max markanna og Katrín Ómarsdóttir hinn sérfræðingur þáttarins tók undir það. „Erum við ekki bara að bíða eftir því að hún hrökkvi í gang,“ spurði Katrín. „Mér finnst þeir alltaf vera að bíða eftir því en ef þetta væri annar leikmaður þá væri hann kominn út af vellinum í lok leiks,“ sagði Helena. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Markaleysi Elínu Mettu „Ég vil taka það fram að mér finnst Elín Metta frábær leikmaður en ég hef séð hana frábærari en ég hef séð hana akkúrat núna,“ sagði Helena. „Mér finnst Valsliðið ekki vera búið að finna taktinn sinn. Þær hafa verið að spila með hæga miðju en núna er Clarissa komin inn í liðið og það er hraði þar. Elín Metta hefur þurft að koma mjög mikið til baka til að ná í boltann og sóknirnar gerast mjög hægt. Þetta er hæg uppbygging í sóknarleiknum,“ sagði Mist. „En hvert er uppleggið? Hún er mikið að reyna sjálf náttúrulega en hvert er uppleggið,“ spurði Mist. „Ég spyr mikið af því og þegar ég horfi á þær þá finnst mér þær minna ekkert á sig. Mér fannst þær ekkert gera það endilega heldur í þessum leik þó að þær hafi unnið hann nokkuð sannfærandi. Á meðan Elín Metta er ekki komin inn í leik liðsins þá hlýtur það að vera áhyggjuefni. Þær eru að fara í næsta leik á móti Breiðabliki,“ sagði Helena. „Hún er búin að vera besti senterinn í þessari deild,“ spurði Mist en Elín Metta er komin með 114 mörk í efstu deild þar af 29 mörk í 34 leikjum á síðustu tveimur tímabilum. „Ef þeir virkja hana ekki núna þá er fimmta umferð næst. Hún er nánast að skora mark í leik en er ekki enn komin með mark í sumar. Þetta hlýtur að valda áhyggjum hjá þjálfurum,“ sagði Helena og kallaði eftir viðbrögðum frá Katrínu. „Stundum hjálpar að gefa leikmönnum pásu. Maður hefur séð það. Þó að þú sért með mjög góðan leikmann en stundum vantar innri hvatningu eða eitthvað extra. Ef þú tekur leikmann út í einn leik og setur hann svo aftur inn. Það hefði kannski verið góð hugmynd að gera það á móti ÍBV því þeir eru með góða leikmenn sem gætu komið inn og spilað í staðin fyrir hana. Fá hana þá ferska inn á móti Breiðablik,“ sagði Katrín. „Þú vilt ekki koma mismunandi fram við leikmenn þína og ef að aðrir væru ekki búnir að skora svona lengi eins og hún þá myndu þeir kannski fara á bekkinn. Þú vilt hafa eina línu í þessu en þetta er erfitt,“ sagði Katrín. Það má finna alla umfjöllunina um Elínu Mettu hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Valur Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Sjá meira