Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 12:26 Frá mótmælum fangavarða í Kaliforníu í vikunni. AP/Gary Kazanjian Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað. Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira
Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað.
Bandaríkin Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Sjá meira