Kokkar, kennarar og hjúkrunarfræðingar sinna störfum fangavarða vegna gífurlegrar manneklu Samúel Karl Ólason skrifar 21. maí 2021 12:26 Frá mótmælum fangavarða í Kaliforníu í vikunni. AP/Gary Kazanjian Gífurlegur skortur er á fangavörðum í Bandaríkjunum og hafa kokkar, hjúkrunarfræðingar, kennarar og aðrir þurft að ganga í störf þeirra. Í einhverjum tilfellum eru fangar læstir í klefum sínum um helgar því skortur er á fangavörðum til að vakta þá. Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað. Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira
Heilt yfir áttu að vera 20.446 fangaverðir í fullu starfi í Bandaríkjunum í fyrra. Þú eru þó einungis 13.762 starfandi fangaverðir. Í Bandaríkjunum eru 152.376 fangar í 122 alríkisfangelsum. Þetta kemur fram í frétt AP fréttaveitunnar en þar kemur fram að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi gert slæmt ástand verra. Fangelsismálayfirvöld Bandaríkjanna hafa um árabil staðið í fjölmörgum hneykslismálum varðandi ofbeldi og dauðsföll. Staðan er nú þannig að þeir fangaverðir sem eftir eru vinna á yfirsnúningi. Sem dæmi nefnir AP að í einu fangelsi í Illinois hafi fangaverðir stundum unnið 60 klukkustundir í yfirvinnu á viku. Fangelsismálayfirvöld segja þó að tæknilega séð séu allir 35 þúsund starfsmenn fangelsa Bandaríkjanna fangaverðir, burt séð frá raunverulegu starfi og titli. Öllum sé tilkynnt við ráðningu að þau eigi að búast við því að sinna fangavörslu, jafnvel þó verið sé að ráða þau sem kennara. Það að þessir starfsmenn þurfi að starfa sem fangaverðir kemur niður á hefðbundnum störfum þeirra, sem felast til dæmis í því að kenna föngum. Mannekla fangelsa vestanhafs vakti athygli þegar Jeffrey Epstein svipti sig lífi í einu öruggast fangelsi Bandaríkjanna í New York. Annar mannanna sem áttu að fylgjast með honum var starfsmaður í vöruhúsi og báðir voru að vinna yfirvinnu vegna manneklu. Verið er að loka mörgum einkareknum fangelsum og er búist við því að álagið á fangaverði muni versna á næstunni. Verkalýðsfélög fangavarða hafa kvartað yfir manneklunni og hafa kvartað hástöfum yfir lágum launum. Reynt hefur verið að laða fleiri fangaverði að með bónusum en það hefur litlum árangri skilað.
Bandaríkin Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþoti í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjá meira