Verður ekki sendur aftur heim þar sem hann var pyntaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2021 16:04 Landsréttur dæmdi í dag úrskurð kærunefndar útlendingamála ógildan. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi frá Sri Lanka, sem synjað var um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi í ágúst 2018, mun ekki þurfa að fara úr landi. Þetta dæmdi Landsréttur í dag. Maðurinn er talinn í verulegri hættu í heimalandi sínu en hann tilheyrir þar minnihlutahópi og segist hafa verið pyntaður í haldi yfirvalda. Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist. Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Landsréttur dæmdi í dag í máli mannsins, sem kom hingað til lands í mars 2017, og staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá febrúar 2020. Í ágúst 2017 úrskurðaði kærunefnd útlendingamála að manninum skyldi synjað um alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Nefndin mat svo að frásögn mannsins af því að hafa sætt varðhaldi og pyntingum ótrúverðuga. Maðurinn er af tamílskum uppruna en á Srí Lanka eru Tamílar jafnan taldir tengjast LTTE-samtökunum sem var ein stríðandi fylkinga í borgarastríðinu sem háð var á árunum 1983-2009. Útlendingastofnun taldi manninn ekki vera í hættu sneri hann aftur til landsins, þar sem nefndin taldi aðstæður Tamíla og þeirra sem grunaðir væru um tengsl við LTTE-samtökin hafa verulega batnað á síðustu árum. Var haldið í einangrun og pyntaður Maðurinn hafði í viðtali hjá Útlendingastofnun greint frá því að hann hafi verið handtekinn á Sri Lanka vegna þess að bróðir hans hafi verið í LTTE-samtökunum. Bróðir hans hafi verið settur í pyndingarbúðir í þrjá mánuði eftir stríði á Sri Lanka en hann hafi síðan flúið. Árið 2013 hafi herinn svo komið heim til mannsins og leitað að bróðurnum en þegar fjölskyldan hafi sagst ekki vita um hann hafi elsti bróðir mannsins verið handtekinn. Síðan hafi ekkert til hans spurst. Þá hafi LTTE-samtökin verið með búðir í húsi fjölskyldunnar á meðan á stríðinu stóð og hafi húsið verið jafnað við jörðu. Maðurinn teldi fjölskyldu sína ekki örugga í Sri Lanka. Síðar, í september 2017, fór maðurinn í annað viðtal hjá Útlendingastofnun þar sem hann greindi frá því að herinn á Sri Lanka hefði handtekið hann og haldið honum í þrjá daga. Hann hafi verið settur í myrkan einangrunarklefa og honum verið haldið þar í á annan sólarhring. Hann hafi einnig verið leiddur í kjallaraherbergi þar sem honum hafi verið gert að fara úr fötunum, hendur hans verið bundnar fyrir aftan bak og hann þvingaður niður á hné. Þar hafi hann verið barinn með plaströri á iljarnar. Þá greindi maðurinn frá því að elsti bróðir hans hafi verið pyntaður og handtekinn í návist hans og ekkert hafi spurst til hans síðan. Jafnframt hafi vinur hans verið numinn á brott og lík hans fundist þremur dögum síðar. Faðir hans hafi einnig verið drepinn af hernum á Sri Lanka stuttu eftir að maðurinn fæddist.
Dómsmál Hælisleitendur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira