Erfið enduruppbygging framundan á Gasa Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. maí 2021 20:00 Manni bjargað úr rústum fjölbýlishúss á Gaza. AP/Khalil Hamra Vopnahlé tók gildi í morgun eftir ellefu daga átök Ísraelshers og Hamas-samtakanna. Rauði krossinn á Íslandi hefur safnað þrjátíu milljónum króna sem munu nýtast í mannúðaraðstoð á svæðinu. Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“ Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira
Á þriðja hundrað fórust í árásum síðustu daga, langflest á Gasasvæðinu. Bæði Ísraelar og Hamas fögnuðu sigri eftir samþykkt vopnahlésins í gærkvöldi. „Okkar skylda nú er að byggja nýjan veruleika ofan á rústum heimila Hamas-leiðtoga og hryðjuverkaganga þeirra,“ sagði Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraela en aðgerðir Ísraelshers beindust meðal annars gegn göngum sem Hamas-samtökin hafa notað. Khalil al-Hayya, einn leiðtoga Hamas, var ekki á sama máli. „Óvinurinn Netanjahú og hermenn hans ætluðu að eyðileggja göngin okkar. Í dag vil ég segja honum að við göngum glaðir um þessi sömu göng.“ Tjónið á Gasasvæðinu er gríðarlegt. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins segir að enduruppbygging gæti tekið langan tíma. „Það er ágætt að hafa það í huga að innviðir í Gasa voru slæmir fyrir. Ástandið er enn verra núna. Það er ómögulegt að segja til um það núna hversu lengi við verðum að ná því upp í það sem var fyrir loftárásir,“segir Atli viðar. Ennþá eigi eftir að meta áhrif árásanna. Atli Viðar Thorstensen, sviðstjóri á hjálpar og mannúðarsviði Rauða krossins. Vonandi fylgi stóraukið hjálparstarf vopnahléinu enda sé þörfin mikil. „Við hófum söfnun rétt í þann mund sem átökin voru að hefjast og þessar loftárásir dundu yfir á Gasa. Við höfum fengið ótrúlega fínar viðtökur og í dag tilkynntum við um að við getum sent um þrjátíu milljónir íslenskra króna.“ Borið hefur á árásum á almenna borgara og segir Atli alþjóðleg mannúðarlög kveða á um með skýrum hætti að það sé óviðunandi. „Meðal annars hafa störf bráðaliða palestínska rauða hálfmánans verið hindruð. Þeir jafnvel sætt árásum, sem er í algjörri andstöðu við alþjóðleg mannúðarlög. Vonandi koma þar til bærir aðilar og skera úr um hvort og með hvaða hætti svona lög hafa verið brotin og vonandi verða einhverjir dregnir til ábyrgðar sömuleiðis.“
Ísrael Palestína Hjálparstarf Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Sjá meira