Brentford í úrslit annað árið í röð eftir magnaðan sigur Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 13:31 Marcus Forss skoraði sigurmark einvígisins þegar skammt var eftir af leik dagsins. Getty Images/Alex Pantling Brentford vann samanlagðan 3-2 sigur á Bournemouth undanúrslitum umspils Championship-deildarinnar um sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári. Síðari leikur einvígins í dag var stórskemmtilegur þar sem vítaspyrna, rautt spjald og fjögur mörk litu dagsins ljós. Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira
Bournemouth var með 1-0 forystu í einvíginu eftir sigur á heimavelli sínum í fyrri leik liðanna í miðri viku. Liðið freistaði þess að komast aftur upp í úrvalsdeildina eftir að hafa fallið fyrir ári síðan og það byrjaði vel fyrir gestina. Galin hornspyrna Hollendingurinn Arnaut Danjuma kom liðinu í forystu eftir aðeins sex mínútna leik þar sem hann slapp inn fyrir vörn Brentford eftir hornspyrnu þeirra á hinum enda vallarins. Á einhvern óskiljanlegan hátt var aftasti leikmaður Brentford við D-boga vítateigs Bournemouth þegar spyrnan var tekin og það nýtti Danjuma sér. Bournemouth leiddi því 2-0 samanlagt en um tíu mínútum eftir markið handlék Lloyd Kelly, varnarmaður Bournemouth, knöttinn innan eigin teigs og vítaspyrna réttilega dæmd. Ivan Toney, sem var markahæstur í deildarkeppninni í vetur með 31 mark, skoraði örugglega af punktinum. Vitleysislegt rautt spjald Tólf mínútum síðar, á 28. mínútu slapp Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, inn fyrir vörn Bournemouth. Velski varnarmaðurinn Chris Mepham skrikaði fótur er hann hljóp hann uppi og tók á það ráð að grípa með hendinni um fót Mbuemo sem féll við. Mepham var réttilega vísað af velli með rautt spjald fyrir að svipta Mbuemo upplögðu marktækifæri. Brentford herjaði mikið að tíu leikmönnum Bournemouth og fékk liðið þónokkur færi auk þess sem Brentford hefði hæglega getað fengið eitt til tvö víti til viðbótar fyrir leikhléið. Staðan var þó 1-1 í hálfleik og 2-1 samanlagt, Bournemouth í vil. Einstefna í síðari hálfleik Brentford kom af sama krafti inn í síðari hálfleikinn og liðið hafði sýnt í þeim fyrri og náðu forystunni eftir aðeins fimm mínútur. Þar var að verki Vitaly Janelt sem skoraði með laglegu vinstri fótar skoti utan teigs. Þar sem engin útimarkaregla er í umspilinu hefði sú samanlagða 2-2 staða þýtt að framlengja þyrfti leikinn. Stórsókn Brentford hélt áfram og uppskáru þeir loks níu mínútum fyrir leikslok þegar Marcus Forss setti boltann í þaknetið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Emiliano Marcondes. Endurkoman var fullkomnuð og Brentford sigldi sigrinum í höfn, 3-1 úrslit leiksins og 3-2 samanlagt í einvíginu. Brentford er því komið í úrslit umspilsins annað árið í röð en liðið þurfti að þola tap fyrir Fulham eftir framlengdan leik í fyrra. Annað hvort Swansea eða Barnsley mun mæta Brentford á Wembley næsta laugardag. Swansea leiðir einvígi liðanna 1-0 fyrir leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra í Wales í kvöld. Bein útsending frá leik Swansea og Barnsley á Stöð 2 Sport 3 hefst klukkan 18:00.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Handbolti Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Handbolti „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Fótbolti „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Enski boltinn Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni Handbolti „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Handbolti Sló heimsmetið í ellefta sinn sama dag og hann gaf út sitt fyrsta lag Sport Fleiri fréttir Í beinni: Man. City - Plymouth | Lið Guðlaugs Victors á Etihad Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sjá meira