Litháískum borgurum sagt að forða sér frá Hvíta-Rússlandi Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2021 12:16 Hinum 26 ára gamla Roman Protasevich hefur verið lýst sem „persónulegum óvini“ Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Getty/Artur Widak Stjórnvöld í Litháen hafa ráðlagt borgurum sínum að yfirgefa Hvíta-Rússland af öryggisástæðum eftir að farþegavél var þvinguð til að lenda í Minsk þar sem stjórnarandstæðingurinn Roman Protasevich var handtekinn. Þá hafa litháískir ráðamenn lagt til að Evrópusambandið banni flugfélögum að fljúga yfir hvítrússneska lofthelgi og hvítrússneskum vélum verði eins bannað að fara yfir ríki sambandsins. Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Sviatlana Tsikhanouskaya óttast um líf Protasevich í Hvíta-Rússlandi og grunar að hann hafi þegar þurft að sæta pyntingum. Að sögn farþega sem var um borð í vélinni sagði óttasleginn Protasevich að hans biði dauðarefsing í Hvíta-Rússlandi en ríkið er það eina í Evrópu þar sem dauðarefsingar eru enn við lýði. Leiðtogar Evrópusambandsins íhuga nú sameiginleg viðbrögð við atvikinu og hefur komið til tals að herða efnahagslegar refsiaðgerðir sambandsins gagnvart ríkinu. Tíu kílómetrum frá landamærum Litháen Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa notað falska sprengjuhótun til að neyða flugmenn til að lenda í Minsk en vél Ryanair var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilinius í Litháen. Upplýsingar á flugratsjásíðum benda til að vélin hafi verið um tíu kílómetrum frá landamærum Litháen þegar vélinni var snúið við. Dæmi eru um að flugfélög séu þegar byrjuð að beina farþegavélum sínum frá hvítrússneskri lofthelgi en þó virðist Ryanair halda áfram að fljúga yfir landið. Blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Protasevich var annar stofnenda spjallrásarinnar Nexta channel sem spilaði lykilhlutverk í því að skipuleggja umfangsmikil mótmæli í fyrra gegn Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Stjórnvöld þar í landi hafa skilgreint hópinn sem öfgasamtök og ákært Protasevich fyrir að efna til óeirða. Gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann sakfelldur. We haven't seen any official airline announcements but it looks like some airlines are avoiding Belarus airspace. pic.twitter.com/VfVsRXqus8— Flightradar24 (@flightradar24) May 24, 2021 Vakið upp hörð viðbrögð Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmt aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda og krafist viðbragða. Þeirra á meðal er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði atvikið vera „hneykslanlegt“ og sakaði stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að leggja líf allra farþeganna í hættu. Þeirra á meðal voru Bandaríkjamenn. Hefur Bliken einnig kallað eftir því að ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar taki málið til skoðunar. Einnig hefur komið fram að vísbendingar séu um að hvítrússneskir leyniþjónustumenn hafi verið um borð í vélinni. Alarmed by reports of #Ryanair being forced to land in #Minsk. #Pratasevich must be released immediately and passengers allowed to continue to their destination.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) May 23, 2021 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu á Twitter í gær að hann væri uggandi yfir því að vél Ryanair hafi verið þvinguð til að lenda í Minsk og kallaði eftir því að Protasevich yrði sleppt úr haldi. Tekið fyrir á leiðtogafundi ESB Gitanas Nauseda, forseti Litháen, hefur brugðist hart við fregnum gærdagsins og kallað atvikið „hryðjuverkaárás.“ Þá lagði hann til að gripið yrði harðra refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands gaf lítið fyrir yfirlýsingar leiðtoganna í dag og sagði að flugmálayfirvöld hafi starfað í „fullu samræmi við alþjóðareglur.“ Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, kallaði atvikið „enn eina tilraun hvítrússneskra yfirvalda til að þagga niður í röddum stjórnarandstöðunnar.“ Tveggja daga leiðtogafundur ESB hefst í dag og hefur verið gefið út að mál Protasevich verði þar efst á dagskrá. „Við sáum þau ekki aftur“ „Ég sá þennan hvítrússneska mann með kærustu sinni sitja beint fyrir aftan okkur. Hann fór á límingunum þegar flugstjórinn sagði að flugvélinni yrði snúið til Minsk. Hann sagði að þar biði hans dauðarefsing,“ sagði farþeginn Marius Rutkauskas í samtali við AP-fréttaveituna, eftir að vélin komst loks á áfangastað í Vilinius. „Við sátum þarna í klukkutíma eftir að við lentum. Þá byrjuðu þau að hleypa farþegum frá borði og tóku þau tvö. Við sáum þau ekki aftur.“ Umfangsmikil mótmæli stóðu yfir í Hvíta-Rússlandi í fleiri mánuði eftir forsetakosningarnar í ágúst þar sem Alexander Lukashenko var sakaður um kosningasvindl. Mótframbjóðandi hans Sviatlana Tsikhanouskaya flúði til Litháen að loknum kosningunum og kvaðst óttast um eigið öryggi og barna sinna. Stjórnvöld í landinu hafa mætt mótmælendum með mikilli hörku og hafa yfir 34 þúsund verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því í ágúst. Talið er að þúsundir hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi. Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Þá hafa litháískir ráðamenn lagt til að Evrópusambandið banni flugfélögum að fljúga yfir hvítrússneska lofthelgi og hvítrússneskum vélum verði eins bannað að fara yfir ríki sambandsins. Hvítrússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Sviatlana Tsikhanouskaya óttast um líf Protasevich í Hvíta-Rússlandi og grunar að hann hafi þegar þurft að sæta pyntingum. Að sögn farþega sem var um borð í vélinni sagði óttasleginn Protasevich að hans biði dauðarefsing í Hvíta-Rússlandi en ríkið er það eina í Evrópu þar sem dauðarefsingar eru enn við lýði. Leiðtogar Evrópusambandsins íhuga nú sameiginleg viðbrögð við atvikinu og hefur komið til tals að herða efnahagslegar refsiaðgerðir sambandsins gagnvart ríkinu. Tíu kílómetrum frá landamærum Litháen Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi eru sökuð um að hafa notað falska sprengjuhótun til að neyða flugmenn til að lenda í Minsk en vél Ryanair var á leið frá Aþenu í Grikklandi til Vilinius í Litháen. Upplýsingar á flugratsjásíðum benda til að vélin hafi verið um tíu kílómetrum frá landamærum Litháen þegar vélinni var snúið við. Dæmi eru um að flugfélög séu þegar byrjuð að beina farþegavélum sínum frá hvítrússneskri lofthelgi en þó virðist Ryanair halda áfram að fljúga yfir landið. Blaðamaðurinn og aðgerðasinninn Protasevich var annar stofnenda spjallrásarinnar Nexta channel sem spilaði lykilhlutverk í því að skipuleggja umfangsmikil mótmæli í fyrra gegn Alexander Lukashenko, forseta Hvíta-Rússlands. Stjórnvöld þar í landi hafa skilgreint hópinn sem öfgasamtök og ákært Protasevich fyrir að efna til óeirða. Gæti hann átt yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi verði hann sakfelldur. We haven't seen any official airline announcements but it looks like some airlines are avoiding Belarus airspace. pic.twitter.com/VfVsRXqus8— Flightradar24 (@flightradar24) May 24, 2021 Vakið upp hörð viðbrögð Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmt aðgerðir hvítrússneskra yfirvalda og krafist viðbragða. Þeirra á meðal er Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem sagði atvikið vera „hneykslanlegt“ og sakaði stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi um að leggja líf allra farþeganna í hættu. Þeirra á meðal voru Bandaríkjamenn. Hefur Bliken einnig kallað eftir því að ráð Alþjóðaflugmálastofnunarinnar taki málið til skoðunar. Einnig hefur komið fram að vísbendingar séu um að hvítrússneskir leyniþjónustumenn hafi verið um borð í vélinni. Alarmed by reports of #Ryanair being forced to land in #Minsk. #Pratasevich must be released immediately and passengers allowed to continue to their destination.— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) May 23, 2021 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í yfirlýsingu á Twitter í gær að hann væri uggandi yfir því að vél Ryanair hafi verið þvinguð til að lenda í Minsk og kallaði eftir því að Protasevich yrði sleppt úr haldi. Tekið fyrir á leiðtogafundi ESB Gitanas Nauseda, forseti Litháen, hefur brugðist hart við fregnum gærdagsins og kallað atvikið „hryðjuverkaárás.“ Þá lagði hann til að gripið yrði harðra refsiaðgerða gegn stjórnvöldum í Hvíta-Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands gaf lítið fyrir yfirlýsingar leiðtoganna í dag og sagði að flugmálayfirvöld hafi starfað í „fullu samræmi við alþjóðareglur.“ Josep Borrell, utanríkismálastjóri ESB, kallaði atvikið „enn eina tilraun hvítrússneskra yfirvalda til að þagga niður í röddum stjórnarandstöðunnar.“ Tveggja daga leiðtogafundur ESB hefst í dag og hefur verið gefið út að mál Protasevich verði þar efst á dagskrá. „Við sáum þau ekki aftur“ „Ég sá þennan hvítrússneska mann með kærustu sinni sitja beint fyrir aftan okkur. Hann fór á límingunum þegar flugstjórinn sagði að flugvélinni yrði snúið til Minsk. Hann sagði að þar biði hans dauðarefsing,“ sagði farþeginn Marius Rutkauskas í samtali við AP-fréttaveituna, eftir að vélin komst loks á áfangastað í Vilinius. „Við sátum þarna í klukkutíma eftir að við lentum. Þá byrjuðu þau að hleypa farþegum frá borði og tóku þau tvö. Við sáum þau ekki aftur.“ Umfangsmikil mótmæli stóðu yfir í Hvíta-Rússlandi í fleiri mánuði eftir forsetakosningarnar í ágúst þar sem Alexander Lukashenko var sakaður um kosningasvindl. Mótframbjóðandi hans Sviatlana Tsikhanouskaya flúði til Litháen að loknum kosningunum og kvaðst óttast um eigið öryggi og barna sinna. Stjórnvöld í landinu hafa mætt mótmælendum með mikilli hörku og hafa yfir 34 þúsund verið handteknir í Hvíta-Rússlandi frá því í ágúst. Talið er að þúsundir hafi verið beittir alvarlegu ofbeldi.
Hvíta-Rússland Litháen Tengdar fréttir Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Farþegaflugvél þvinguð til að lenda í Minsk Roman Protasevich, blaðamaður og aktivisti frá Hvíta-Rússlandi er í haldi á flugvelli í Minsk eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda þar í dag 23. maí 2021 15:55
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent