Dolfallinn yfir gosinu í 60 Minutes Sylvía Hall skrifar 24. maí 2021 13:17 Kristín Jónsdóttir, , hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, fór í þyrluferð með fréttamanninum Bill Whitaker í innslagi 60 Minutes um gosið. 60 minutes/youtube Fréttamaðurinn Bill Whitaker fjallar um eldgosið í Geldingadölum í nýju innslagi í 60 Minutes eftir að hafa gert sér sérstaka ferð til landsins til að kynna sér eldsumbrotin. Kunnugleg andlit eru í innslaginu, til að mynda okkar helstu jarð- og eldfjallafræðingar. „Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
„Ég hef fylgst með svona virkni í næstum fjóra áratugi og ég verð ennþá heillaður. Ég sit bara og get fylgst með þessu daginn út og daginn inn,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur sem er einn viðmælenda Whitaker í innslaginu. Þar ferðast þeir saman um svæðið á meðan Þorvaldur eys úr viskubrunni sínum. Með í för var einnig Bruce Houghton, eldfjallafræðingur frá Nýja-Sjálandi, sem starfar við háskólann á Hawaii og er fremsti sérfræðingur þess svæði. Hann segist hafa beðið í smá tíma áður en hann dreif sig til Íslands, en hafði verið í samskiptum við Þorvald fyrir komuna til landsins. „Mörg gos klárast á einum degi eða svo. Þorvaldur hafði fyrir löngu síðan haft grun um að þetta gos yrði lengi,“ segir Houghton sem tók Þorvald á orðinu. „Ég beið. Ég trúði honum og beið þar til ég sjálfur var viss um að líftími gossins yrði langur.“ Þorvaldur telur þetta upphaf frekari eldsumbrota á Reykjanesskaganum. „Ég held að þetta sé upphaf nýs eldgosatímabils. Ég held að við munum sjá fleiri gos á Reykjanesskaga næstu tvö hundruð til fjögur hundruð árin.“ Þorvaldur og Houghton höfðu verið í sambandi áður en Houghton ákvað að koma til landsins og virða fyrir sér gosið.60 minutes/youtube „Ég bjóst ekki við að þetta myndi gerast á minni ævi“ Whitaker ræddi við fleiri sérfræðinga á meðan hann dvaldi hér á landi. Þar á meðal var Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, sem Íslendingar þekkja vel eftir atburðarás undanfarinna mánaða. Þar fór Kristín yfir aðdragandann sem hún segir ólíkan þeim sem Íslendingar þekkja vanalega þegar eldgos verða. Yfirleitt byrji þau með hvelli, en ekki í þetta skiptið. Gosið í Geldingadölum hafi ekki byrjað með hvelli heldur hafi jörðin frekar opnast í nánast beinni línu. „Við höfum ekki séð eldgos á skaganum í átta hundruð ár. Þetta var eitthvað sem ég bjóst ekki við að myndi gerast á minni ævi,“ segir Kristín við Whitaker á meðan þau virða fyrir sér eldgosið úr fjarlægð. Aðspurð hversu lengi gosið geti staðið yfir segir Kristín: „Við vitum það ekki – það er heiðarlega svarið. Við sjáum ekkert sem bendir til þess að þetta sé að minnka. Svo við vitum það ekki“ Whitaker var greinilega heillaður af gosinu og sagðist ekki trúa sínum eigin eyrum þegar flæðandi hraunið hljómaði eins og brotnandi gler. „Ég held við komumst ekki mikið nær en þetta. Við erum um það bil tíu fetum [3 metru,] frá gosinu og það brennir á þér andlitið.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Fjölmiðlar Íslandsvinir Tengdar fréttir Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44 Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Telur tíu til tuttugu eldgos geta fylgt í kjölfarið á Reykjanesskaga Landsmenn þurfa að vera viðbúnir tíu til tuttugu eldgosum á Reykjanesskaga á næstu tveimur til þremur öldum, að mati Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings. Gera verði ráð fyrir mun myndarlegri hraungosum en því sem nú stendur yfir. 19. maí 2021 22:44
Bein útsending: Eldgosið í Geldingadölum Lesendur Vísis geta nú fylgst með eldgosinu í Geldingadölum í beinni útsendingu. Ný vefmyndavél horfir yfir gígaröðina og verður sýnt frá gosinu allan sólarhringinn. Myndavélin er háþróuð og verður hægt að snúa linsunni og færa áhorfendur nær einstaka gígum ef tilefni gefst til. 12. maí 2021 18:54