Fótbolti

Norski boltinn: Samúel Kári með stór­leik, Viðar Ari á skotskónum og meistararnir unnu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Samúel Kári átti stórleik í dag.
Samúel Kári átti stórleik í dag. Eurosport.no

Það var nóg um að vera í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Samúel Kári Friðjónsson átti þó besta leikinn af öllum þeim Íslendingum sem voru í eldlínunni.

Viking vann 3-1 útisigur á Lilleström í dag. Samúel Kári lagði upp bæði mörk gestanna í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Samúel Kári bætti svo sjálfur við þriðja markinu áður en heimamenn minnkuðu muninn.

Samúel Kári fékk heiðursskiptingu á 85. mínútu leiksins.

Viðar Ari Jónsson skoraði eitt þriggja marka Sandefjörd er liðið vann Tromsö 3-1 á útivelli. Mark Viðars Ara kom á 42. mínútu leiksins en hann kom gestunum þá í 2-0. Heimamenn minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks en Sandefjörd gulltryggði sigurinn á 81. mínútu leiksins.

Alfons Sampsted kom inn af varamannabekk Bodo/Glimt í hálfleik er liðið vann 2-1 útisigur á Brann. Sigurmarkið skoraði Erik Botheim á 87. mínútu leiksins.

Brynjólfur Andersen Willumsson lék 74 mínútur er Kristiansund lagði Íslendingalið Strömsgodset 1-0 á heimavelli. Valdimar Þór Ingimundarson lék 63 mínútur í liði gestanna á meðan Ari Leifsson sat allan tímann á varamannabekk liðsins.

Þá spilaði Viðar Örn Kjartansson 84 mínútur er Valerenga gerði 1-1 jafntefli við Mjöndalen á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×