Luis Suarez eyddi öllu Liverpool tali og Simeone þakkaði Barcelona fyrir gjöfina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2021 09:01 Luis Suarez fagnar sigri Atletico Madrid með liðsfélögum sínum en Suarez var að vinna þennan bikar í fimmta sinn á sjö tímabilum. EPA-EFE/RODRIGO JIMENEZ Ruslið hjá sumum er fjársjóður fyrir aðra. Þetta á kannski hvergi betur við en á þessu tímabili í spænska fótboltanum. Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone. Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira
Luis Suarez skoraði sigurmark Atletico Madrid í tveimur síðustu leikjum tímabilsins og sá öðrum fremur til þess að liðið varð spænskur meistari. Úrúgvæmaðurinn staðfesti framtíð sína eftir að titilinn var í höfn. Hinn 34 ára gamli Suarez skoraði 21 deildarmark á sínu fyrsta tímabili með Atletico Madrid eftir að Barcelona taldi sig ekki hafa lengur not fyrir hann. Luis Suarez shows off the Liga trophy to the Atletico fans( : @LuisSuarez9)pic.twitter.com/uCJL1eTjbD— B/R Football (@brfootball) May 24, 2021 Suarez gerði tveggja ára samning við Atletico en það var klásúla í samningnum sem gaf honum færi á því að fara á frjálsri sölu í sumar. Suarez hafði meðal annars verið orðaður við endurkomu til Liverpool. Suarez eyddi hins vegar öllum slíkum orðrómum eftir leikinn um helgina þegar hann var spurður um það hvort hann yrði áfram hjá Atletico. Atletico Madrid means the world to Luis Suarez pic.twitter.com/sdPAkgCqFj— Goal (@goal) May 23, 2021 „Já, já, alveg pottþétt,“ sagði Luis Suarez. Hann sagðist einnig ekki hafa verið metinn af verðleikum hjá Barcelona en eitt af fyrstu verkum Ronald Koeman eftir að hann tók við var að losa sig við Úrúgvæmanninn. Endalokin hjá Barcelona voru honum mikil vonbrigði og titilinn með Atletico Madrid því enn stærri sigur. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, fór einu skrefi lengra og þakkaði Barcelona fyrir gjöfin eftir að lið hans hafði unnið spænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í sjö ár. Simeone var spurður hvernig Atletico liðið fór að því að vinna deildina. „Barcelona gaf okkur Luis Suarez,“ svaraði Simeone og hann skilaði líka kveðju til Barcelona. „Já, ég elska þá. Takk kærlega fyrir. Þið gáfuð okkur leikmanninn sem vann titilinn,“ sagði Simeone.
Spænski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Sjá meira