Eyjakonur geta í kvöld komist í lokaúrslitin í fyrsta sinn í sextán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2021 15:30 Lina Cardell og félagar í ÍBV-liðinu geta endað sextán ára bið í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Valskonur og Eyjakonur geta í kvöld tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi Íslandsmóts Olís deildar kvenna í handbolta en bæði liðin eru 1-0 yfir í undanúrslitaeinvígum sínum. ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
ÍBV og Valur eru bæði í dauðafæri eftir útisigra í fyrsta leik um helgina og fá því heimaleik í kvöld. ÍBV vann nauman 27-26 sigur á deildarmeisturum KA/Þór á Akureyri en Valskonur unnu sannfærandi 28-22 sigur á Fram í Safamýrinni. Lið KA/Þór og Fram enduðu í tveimur efstu sætunum í deildarkeppninni en eru nú bæði í þeirri stöðu að þurfa að vinna í kvöld því annars eru liðin komin í sumarfrí. KA/Þór og Fram voru að spila sinn sinn fyrsta leik í úrslitakeppni um helgina en þau sátu hjá í fyrstu umferðinni. Valskonur hafa verið fastagestir í lokaúrslitunum undanfarin ár og geta komist þangað í þriðju úrslitakeppninni í röð. Það er aftur á móti langt síðan Eyjakonur komust svo langt. Takist Eyjaliðinu að tryggja sig inn í úrslitaeinvígið í kvöld verður það í fyrsta sinn í sextán ár sem ÍBV spilar um Íslandsmeistaratitil kvenna. ÍBV komst síðast í lokaúrslitin vorið 2005 þar sem liðið tapaði á móti Haukum. Síðasti Íslandsmeistaratitill ÍBV liðsins vannst hins vegar árið 2006 en þá var engin úrslitakeppni. Báðir leikirnir í kvöld verða sýndir beint á Stöð 2 Sport, leikur ÍBV og KA/Þór klukkan 18.00 og leikur Vals og Fram klukkan 19.40. Eftir leikina mun Seinni bylgjan gera upp báða leikina. Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Félög í lokaúrslitum kvenna 2009-2019: Fram 8 sinnum (2009, 2010, 2011, 2012, 2013, 2017, 2018, 2019) Stjarnan 6 sinnum (2009, 2013, 2014, 2015, 2016, 2017) Valur 6 sinnum (2010, 2011, 2012, 2014, 2018, 2019) Grótta 2 sinnum (2015, 2016)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Valur ÍBV Fram KA Þór Akureyri Mest lesið Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Íslenski boltinn Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Íslenski boltinn Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira