Íbúðaverð haldi áfram að hækka og stýrivextir fari í 3,25 prósent Eiður Þór Árnason skrifar 26. maí 2021 10:22 MIkil spenna hefur verið á fasteignamarkaði síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm Reikna má með áframhaldandi hækkunum á íbúðaverði og 2,7% hagvexti í ár ef marka má nýja þjóðhagsspá Íslandsbanka. Telur bankinn að atvinnuleysi verði komið í eðlilegra horf árið 2023 og stýrivextir komnir í 3,25% í lok sama árs. Í spánni segir að þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónuveiru hafi sett mark sitt á fyrri helming ársins sé útlit fyrir að botninum hafi verið náð. Að mati Greiningar Íslandsbanka mun hagvöxtur mælast 4,9% á næsta ári og verður vöxturinn að stórum hluta borinn uppi af fjölgun erlendra ferðamanna. Áætlað er að þeir verði um 700 þúsund í ár, eða rétt um þriðjungur af fjöldanum árið 2019, 1,3 milljónir á næsta ári og 1,5 milljón árið 2023. Óvissan fari minnkandi Bankinn spáir nú hægari efnahagsbata en í janúarspá sinni. Er það sagt að mestu til komið vegna minni samdráttar í fyrra en gert var ráð fyrir. Spá um ferðamannafjölda helst þó óbreytt en nú er talið að bjartari horfur á seinni helming ársins muni vega upp færri ferðamenn á fyrri hluta þess. „Þó enn sé nokkur óvissa um þróun ferðamanna á þessu ári fer óvissan minnkandi með hækkandi hlutfalli bólusettra hérlendis sem erlendis og tilslökunum á landamærunum,“ segir í þjóðhagsspánni en gert er ráð fyrir því að talsverðan tíma taki fyrir ferðaþjónustuna að ná fyrri styrk. Áframhaldandi hækkanir á íbúðaverði Greining Íslandsbanka telur að íbúðaverð haldi áfram að hækka umfram almennt verðlag og þá sérstaklega á þessu ári. Er því spáð að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári og 6,7% árið 2022. Þá er talið að ró færist yfir markaðinn þegar framboð á eignum tekur við sér og spáir greiningadeildin 4,4% hækkun árið 2023. Vaxandi kaupmáttur launa, sterk fjárhagsstaða heimila og hagstæð lánakjör eru sögð ýta undir eftirspurn en einnig má sjá hækkanir á íbúðaverði í samanburðarlöndum. Ef síðasti ársfjórðungur ársins 2019 er borinn saman við sama ársfjórðung 2020 hefur raunverð íbúða hækkað um 3,7% á Íslandi. Er það nokkuð undir meðaltali OECD ríkja þar sem raunverð íbúða hækkaði að meðaltali um 6,7% á tímabilinu. Varnarsigur á síðasta ári „Íslenska hagkerfið skrapp saman um 6,6% að raunvirði í fyrra. Miðað við það gríðarþunga högg sem stærsta útflutningsgreinin fékk er það í rauninni varnarsigur. Þar réði miklu að innlend eftirspurn hélt sínu striki að mestu leyti ásamt því að snarpur samdráttur í innflutningi vó gegn miklum samdrætti útflutnings á tímabilinu. Við spáum því að hagvöxtur mælist 2,7% á þessu ári sem má að stærstum hluta þakka bata í útflutningi ásamt hóflegum vexti í fjárfestingu og neyslu,“ segir í þjóðhagsspánni. Auk vaxtar í ferðaþjónustu bætist við hóflegur vöxtur í vöruútflutningi, ekki síst eldisfiski, áli og kísilmálmi. Þá eru merki um að sjávarútvegur sé að skila meiri útflutningstekjum en í fyrra. Í heildina er því útlit fyrir nærri 12% vöxt útflutnings í ár, að sögn Greiningar Íslandsbanka. Langvinnara atvinnuleysi en búist var við Atvinnuleysi mældist hæst á fyrsta fjórðungi þessa árs þegar það var 11,3%. Íslandsbanki spáir því að atvinnuleysi taki að hjaðna nokkuð hratt á þessu ári þegar ferðaþjónustan tekur við sér að nýju. „Aftur á móti teljum við að atvinnuleysi muni þó enn mælast nokkuð hátt á næstu misserum þar sem það tekur tíma fyrir ferðaþjónustuna sem og aðrar greinar sem urðu fyrir skelli í faraldrinum að jafna sig að fullu.“ Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,8% á þessu ári, 5,3% árið 2022 og árið 2023 verði atvinnuleysi komið í 3,6%, eða á sama stað og það var fyrir faraldurinn árið 2019. Verðbólga reynst þrálátari Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð það sem af er ári og telur bankinn að krónan styrkist enn frekar þegar ferðamönnum fer aftur að fjölga og gjaldeyrisinnflæði vegna þeirra eykst. Þrátt fyrir styrkingu krónu á þessu ári hefur verðbólga reynst þrálátari en gert var ráð fyrir í janúarspánni. Mældist hún 4,6% í apríl síðastliðnum og hefur ekki mælst meiri í átta ár. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði að jafnaði um 4,1% á þessu ári. „Við teljum að toppi verðbólgunnar hafi verið náð og að verðbólga taki að hjaðna hægt og rólega á næstunni samfara styrkingu krónunnar. Samkvæmt spá okkar mun verðbólga vera við markmið Seðlabankans um mitt næsta ár. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 2,6% árið 2022 og 2,4% árið 2023. Helstu forsendur spárinnar eru að krónan styrkist þegar ferðamenn taka að streyma til landsins og á móti að íbúðaverðs- og launahækkanir fari ekki fram úr öllu hófi. Þá gætu verðhækkanir erlendis frá vegna áhrifa faraldursins haft áhrif til þrálátari verðbólgu en hér er spáð.“ Stýrivextir í 3,25 prósent Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í 1,0% fyrr í þessum mánuði og eru þeir nú þeir sömu og milli maí og nóvember í fyrra. „Við spáum því að stýrivextir verði komnir í 1,25% í árslok. Í kjölfarið gerum við ráð fyrir hægfara hækkunarferli. Teljum við að stýrivextirnir verði komnir í 3,25% í lok spátímans,“ segir í nýrri þjóðhagsspá bankans sem nær út árið 2023. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Í spánni segir að þrátt fyrir að heimsfaraldur kórónuveiru hafi sett mark sitt á fyrri helming ársins sé útlit fyrir að botninum hafi verið náð. Að mati Greiningar Íslandsbanka mun hagvöxtur mælast 4,9% á næsta ári og verður vöxturinn að stórum hluta borinn uppi af fjölgun erlendra ferðamanna. Áætlað er að þeir verði um 700 þúsund í ár, eða rétt um þriðjungur af fjöldanum árið 2019, 1,3 milljónir á næsta ári og 1,5 milljón árið 2023. Óvissan fari minnkandi Bankinn spáir nú hægari efnahagsbata en í janúarspá sinni. Er það sagt að mestu til komið vegna minni samdráttar í fyrra en gert var ráð fyrir. Spá um ferðamannafjölda helst þó óbreytt en nú er talið að bjartari horfur á seinni helming ársins muni vega upp færri ferðamenn á fyrri hluta þess. „Þó enn sé nokkur óvissa um þróun ferðamanna á þessu ári fer óvissan minnkandi með hækkandi hlutfalli bólusettra hérlendis sem erlendis og tilslökunum á landamærunum,“ segir í þjóðhagsspánni en gert er ráð fyrir því að talsverðan tíma taki fyrir ferðaþjónustuna að ná fyrri styrk. Áframhaldandi hækkanir á íbúðaverði Greining Íslandsbanka telur að íbúðaverð haldi áfram að hækka umfram almennt verðlag og þá sérstaklega á þessu ári. Er því spáð að íbúðaverð hækki um 11,3% á þessu ári og 6,7% árið 2022. Þá er talið að ró færist yfir markaðinn þegar framboð á eignum tekur við sér og spáir greiningadeildin 4,4% hækkun árið 2023. Vaxandi kaupmáttur launa, sterk fjárhagsstaða heimila og hagstæð lánakjör eru sögð ýta undir eftirspurn en einnig má sjá hækkanir á íbúðaverði í samanburðarlöndum. Ef síðasti ársfjórðungur ársins 2019 er borinn saman við sama ársfjórðung 2020 hefur raunverð íbúða hækkað um 3,7% á Íslandi. Er það nokkuð undir meðaltali OECD ríkja þar sem raunverð íbúða hækkaði að meðaltali um 6,7% á tímabilinu. Varnarsigur á síðasta ári „Íslenska hagkerfið skrapp saman um 6,6% að raunvirði í fyrra. Miðað við það gríðarþunga högg sem stærsta útflutningsgreinin fékk er það í rauninni varnarsigur. Þar réði miklu að innlend eftirspurn hélt sínu striki að mestu leyti ásamt því að snarpur samdráttur í innflutningi vó gegn miklum samdrætti útflutnings á tímabilinu. Við spáum því að hagvöxtur mælist 2,7% á þessu ári sem má að stærstum hluta þakka bata í útflutningi ásamt hóflegum vexti í fjárfestingu og neyslu,“ segir í þjóðhagsspánni. Auk vaxtar í ferðaþjónustu bætist við hóflegur vöxtur í vöruútflutningi, ekki síst eldisfiski, áli og kísilmálmi. Þá eru merki um að sjávarútvegur sé að skila meiri útflutningstekjum en í fyrra. Í heildina er því útlit fyrir nærri 12% vöxt útflutnings í ár, að sögn Greiningar Íslandsbanka. Langvinnara atvinnuleysi en búist var við Atvinnuleysi mældist hæst á fyrsta fjórðungi þessa árs þegar það var 11,3%. Íslandsbanki spáir því að atvinnuleysi taki að hjaðna nokkuð hratt á þessu ári þegar ferðaþjónustan tekur við sér að nýju. „Aftur á móti teljum við að atvinnuleysi muni þó enn mælast nokkuð hátt á næstu misserum þar sem það tekur tíma fyrir ferðaþjónustuna sem og aðrar greinar sem urðu fyrir skelli í faraldrinum að jafna sig að fullu.“ Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að atvinnuleysi verði að jafnaði 8,8% á þessu ári, 5,3% árið 2022 og árið 2023 verði atvinnuleysi komið í 3,6%, eða á sama stað og það var fyrir faraldurinn árið 2019. Verðbólga reynst þrálátari Gengi krónunnar hefur styrkst nokkuð það sem af er ári og telur bankinn að krónan styrkist enn frekar þegar ferðamönnum fer aftur að fjölga og gjaldeyrisinnflæði vegna þeirra eykst. Þrátt fyrir styrkingu krónu á þessu ári hefur verðbólga reynst þrálátari en gert var ráð fyrir í janúarspánni. Mældist hún 4,6% í apríl síðastliðnum og hefur ekki mælst meiri í átta ár. Greining Íslandsbanka spáir því að verðbólga verði að jafnaði um 4,1% á þessu ári. „Við teljum að toppi verðbólgunnar hafi verið náð og að verðbólga taki að hjaðna hægt og rólega á næstunni samfara styrkingu krónunnar. Samkvæmt spá okkar mun verðbólga vera við markmið Seðlabankans um mitt næsta ár. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði að jafnaði 2,6% árið 2022 og 2,4% árið 2023. Helstu forsendur spárinnar eru að krónan styrkist þegar ferðamenn taka að streyma til landsins og á móti að íbúðaverðs- og launahækkanir fari ekki fram úr öllu hófi. Þá gætu verðhækkanir erlendis frá vegna áhrifa faraldursins haft áhrif til þrálátari verðbólgu en hér er spáð.“ Stýrivextir í 3,25 prósent Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína í 1,0% fyrr í þessum mánuði og eru þeir nú þeir sömu og milli maí og nóvember í fyrra. „Við spáum því að stýrivextir verði komnir í 1,25% í árslok. Í kjölfarið gerum við ráð fyrir hægfara hækkunarferli. Teljum við að stýrivextirnir verði komnir í 3,25% í lok spátímans,“ segir í nýrri þjóðhagsspá bankans sem nær út árið 2023.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Fasteignamarkaður Íslenska krónan Tengdar fréttir Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Það versta líklega afstaðið og útlit fyrir bjartari tíma Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir 3,2% hagvexti á þessu ári sem megi að stærstum hluta þakka vexti í ferðaþjónustu ásamt hóflegum vexti neyslu og fjárfestingar. Sem fyrr eru stærstu einstöku óvissuþættir efnahagsþróunarinnar á Íslandi sagðir vera hvenær faraldurinn tekur enda og ferðavilji tekur að aukast á ný. 27. janúar 2021 06:00