Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar nema að málið sé í rannsókn.
Einnig segir frá því að í morgun hafi verið tilkynnt um að búið væri að brjóta rúður í húsum við Vífilstaðaspítala í Garðabæ. Var samtals búið að brjóta níu rúður í þremur húsum. Gerendur voru farnir þegar lögreglu bar að garði.
Í Fellahverfi í Reykjavík var lögregla kölluð út vegna tónlistarhávaða í íbúð og lofaði húsráðandi að lækka.
Þá segir að lögregla hafi stöðvar tvo ökumenn sem grunaðir voru um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir voru þeir sviptir ökuréttindum.