Boeing 737 Max eyðir minna og nær lengra en reiknað var með Kristján Már Unnarsson skrifar 26. maí 2021 22:33 Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair. Arnar Halldórsson Boeing 737 Max þotur Icelandair hafa reynst sparneytnari og langdrægari en upphaflegir útreikningar gerðu ráð fyrir. Þetta þýðir að tegundin nýtist til fjarlægari áfangastaða, eins og Seattle, og um leið minnkar þörfin á að kaupa langdrægari Airbus þotur. Þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að endurnýja flugflotann með 737 Max-þotum voru enn fjögur ár í fyrsta flug vélarinnar en fyrir lágu útreikningar um að þær yrðu 23 prósent sparneytnari en Boeing 757 þoturnar. Núna þegar reynsla er komin á rekstur þeirra sér flugrekstrarstjórinn að vélarnar eru mun hagkvæmari. „Reyndin er sú að þær eru 27 prósent hagkvæmari hvað varðar eldsneyti, sem er klárlega mjög ánægjulegt fyrir fyrirtækið,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 Max á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag að leggja upp í fyrsta innanlandsflugið.Egill Aðalsteinsson Hann segir fjögur prósent skipta miklu máli, fyrir bæði eldsneytiskostnað og kolefnisspor. „Eldsneytisreikningur fyrirtækisins í fullum rekstri, eins og það var 2019, telur tugi milljarða á ársgrundvelli. Ég held að það hafi verið í kringum tuttugu milljarðar, ef ég man rétt.“ Þessi fjögur prósent þýða jafnframt að flugvélin er fjórum prósentum langdrægari og nýtist þar með á fleiri áfangastaði félagsins eins og Orlando og Seattle en aðeins Portland er fjarlægari. „Við höfum reiknað Maxinn inn þannig að hann geti flogið á Orlando. Ég hugsa að við komum nú ekki til með að nota hann samt sem áður á Orlando þar sem flutningar eru yfirleitt talsvert miklir á þeirri leið. En til dæmis Seattle. Við ætluðum ekki að nota Maxinn á Seattle. En sjáum fram á að hann kemur til með að þjónusta þeirri leið mjög vel,“ segir Haukur. Fyrir covid-kreppuna var Icelandair alvarlega að skoða kaup á langdrægari Airbus A321 þotum sem forstjóri Icelandair sagði fyrir tveimur árum að væru bestar til að leysa 757-vélarnar af hólmi. Með nýjar upplýsingar um getu Maxanna er orðið minna aðkallandi að endurnýja flotann með nýrri tegund. „Við sáum það út, þegar við skoðuðum þetta á sínum tíma, að Maxinn væri betri kostur. Og ég held að hann sé að sýna það í rauninni. Og hvort að við förum í ákvörðunartöku á næstu tveimur til þremur árum varðandi frekari endurnýjun á flotanum, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Þegar stjórn Icelandair ákvað árið 2012 að endurnýja flugflotann með 737 Max-þotum voru enn fjögur ár í fyrsta flug vélarinnar en fyrir lágu útreikningar um að þær yrðu 23 prósent sparneytnari en Boeing 757 þoturnar. Núna þegar reynsla er komin á rekstur þeirra sér flugrekstrarstjórinn að vélarnar eru mun hagkvæmari. „Reyndin er sú að þær eru 27 prósent hagkvæmari hvað varðar eldsneyti, sem er klárlega mjög ánægjulegt fyrir fyrirtækið,“ segir Haukur Reynisson, flugrekstrarstjóri Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Boeing 737 Max á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn föstudag að leggja upp í fyrsta innanlandsflugið.Egill Aðalsteinsson Hann segir fjögur prósent skipta miklu máli, fyrir bæði eldsneytiskostnað og kolefnisspor. „Eldsneytisreikningur fyrirtækisins í fullum rekstri, eins og það var 2019, telur tugi milljarða á ársgrundvelli. Ég held að það hafi verið í kringum tuttugu milljarðar, ef ég man rétt.“ Þessi fjögur prósent þýða jafnframt að flugvélin er fjórum prósentum langdrægari og nýtist þar með á fleiri áfangastaði félagsins eins og Orlando og Seattle en aðeins Portland er fjarlægari. „Við höfum reiknað Maxinn inn þannig að hann geti flogið á Orlando. Ég hugsa að við komum nú ekki til með að nota hann samt sem áður á Orlando þar sem flutningar eru yfirleitt talsvert miklir á þeirri leið. En til dæmis Seattle. Við ætluðum ekki að nota Maxinn á Seattle. En sjáum fram á að hann kemur til með að þjónusta þeirri leið mjög vel,“ segir Haukur. Fyrir covid-kreppuna var Icelandair alvarlega að skoða kaup á langdrægari Airbus A321 þotum sem forstjóri Icelandair sagði fyrir tveimur árum að væru bestar til að leysa 757-vélarnar af hólmi. Með nýjar upplýsingar um getu Maxanna er orðið minna aðkallandi að endurnýja flotann með nýrri tegund. „Við sáum það út, þegar við skoðuðum þetta á sínum tíma, að Maxinn væri betri kostur. Og ég held að hann sé að sýna það í rauninni. Og hvort að við förum í ákvörðunartöku á næstu tveimur til þremur árum varðandi frekari endurnýjun á flotanum, það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það,“ segir flugrekstrarstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55 Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00 Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12 Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Þrjár nýjar Boeing Max bætast í flota Icelandair Þrjá nýjar Boeing 737 Max þotur bætast í flota Icelandair í þessari viku. Tvær þeirra komu til Keflavíkurflugvallar í nótt frá Boeing-verksmiðjunum í Seattle og sú þriðja er áætluð til landsins á næstu dögum. 25. maí 2021 11:55
Icelandair tók í notkun nýja flugvél í dag Fjölmenni tók á móti vélinni á Reykjavíkurflugvelli í dag. 14. apríl 2018 20:00
Segir Boeing 737 langbesta kostinn Kaupin á tólf Boeing 737-þotum eru langbesti kosturinn fyrir félagið og mjög hagstæð. Þetta sagði forstjóri Icelandair Group, Björgólfur Jóhannsson, þegar hann kynnti endurnýjun flugflotans, sem fer þó fyrst að gerast eftir fimm ár. Það var frammi fyrir fullum sal starfsmanna, fréttamanna og fjárfesta sem ráðamenn Icelandair kynntu ákvörðun sína um að velja Boeing 737-max sem framtíðarþotu félagsins. 6. desember 2012 20:12