Johnson vísar ásökunum fyrrum ráðgjafa síns á bug Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2021 19:38 Boris Johnson segir framburð Dominics Cummings ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Vísir/EPA Boris Johnson, forsætisráherra Bretlands, segir ekkert hægt í ásökunum sem fyrrverandi aðalráðgjafi hans setti fram í vitnisburði sínum fyrir þingnefnd í gær. Þar hélt ráðgjafinn því meðal annars fram að tugir þúsunda manna hefðu látist í kórónuveirufaraldrinum að óþörfu fyrir mistök Johnson. Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Dominic Cummings var hægri hönd Johnson en verulega slettist upp á vinskap þeirra undir lok síðasta árs sem leiddi til þess að ráðgjafinn tók poka sinn. Þegar Cummings kom fyrir þingnefnd í gær lýsti hann fyrrverandi yfirmanni sínum sem vanhæfum, óskipulögðum og óhæfum til að gegna embætti forsætisráðherra. Fullyrti Cummings að klaufaskapur og seinagangur ríkisstjórnar Johnson hefði leitt til þess að mun fleiri létust en ef gripið hefði verið fyrr í taumana. Hátt í 128.000 manns hafa látist á Bretlandi í faraldrinum en upphaflega gerði ríkisstjórn Johnson ráð fyrir um 20.000 dauðsföllum. Í vitnisburði sínum hélt Cummings því ennfremur fram að hann hefði heyrt Johnson segja að hann vildi frekar sjá þúsundir líka hrannast upp en að herða sóttvarnaaðgerðir. Breskir fjölmiðlar greindu nýlega frá því að Johnson hefði látið slík ummæli falla í október en forsætisráðherrann hefur neitað því. Ekki stoð í raunveruleikanum Johnson sagði í dag að sum ummæla Cummings ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. Hann vildi hins vegar ekki tjá sig um að Cummings hefði verið vitni að ummælunum umdeildu um að forsætisráðherrann vildi frekar leyfa fólki að deyja úr Covid-19 en að grípa til harðari aðgerða, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Varðandi ásakanir Cummings um að aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar hefði kostað þúsundir mannslífa sagðist Johnson ekki telja það rétt. „Auðvitað hefur þetta verið ótrúlega erfið röð ákvarðana og við höfum tekið þær allar alvarlega,“ sagði forsætisráðherrann. Cummings er sjálfur afar umdeild persóna í breskum stjórnmálum og aflaði sér fárra vina sem nánasti ráðgjafi forsætisráðherra. Hann olli miklu fjaðrafoki þegar hann keyrði hundruð kílómetra frá London með fjölskyldu sinni þrátt fyrir að strangar samkomu- og ferðatakmarkanir væru í gildi í fyrra. Það gerði hann rétt eftir að Johnson greindist smitaður af Covid-19 og eiginkona Cummings var veik. Johnson kom Cummings til varnar þegar hann lá undir harðri gagnrýni og hélt hann starfi sínu, jafnvel þó að einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar um faraldurinn hefði áður þurft að segja af sér vegna brots á takmörkununum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira