Pirlo tók við Juventus af Maurizzo Sarri fyrir síðasta tímabil. Þetta var hans fyrsta starf í þjálfun.
Undir stjórn Pirlos tókst Juventus ekki að verða ítalskur meistari tíunda árið í röð og var snemma úr leik í titilbaráttunni.
Juventus tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu í lokaumferðinni og varð auk þess bikarmeistari eftir sigur á Atalanta, 2-1, í úrslitaleik.
Thank you for everything, @Pirlo_official!
— JuventusFC (@juventusfcen) May 28, 2021
Pirlo lék með Juventus á árunum 2011-15 og varð fjórum sinnum ítalskur meistari með liðinu.
Allegri stýrði Juventus á árunum 2014-19 og gerði liðið fimm sinnum að ítölskum meisturum, fjórum sinnum bikarmeisturum og kom því tvisvar sinnum í úrslit Meistaradeildarinnar. Fastlega er búist við því að hann taki aftur við Juventus eftir tveggja ára hlé frá þjálfun.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.