Rússneskir tölvuþrjótar ráðast á hjálpar- og mannréttindasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 28. maí 2021 11:14 Tölvuþrjótarnir notuð póstkerfi bandarískrar stofnunar sem heldur utan um þróunaraðstoð ríkisins til að senda trúverðuga tölvupósta sem innihéldu veiru. AP/J. David Ake Rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru bera ábyrgð á SolarWinds árásinni svokölluðu, hafa nú gert árás á rúmlega 150 stofnanir og samtök í minnst 24 löndum víðsvegar um heiminn, með því að notast við tölvukerfi ríkisstofnunar sem sér um þróunaraðstoð Bandaríkjanna (USAID). Sérfræðingar Microsoft segja um þrjú þúsund tölvupósta úr tölvukerfi USAID hafa verið senda í árásinni. Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira
Tölvuþrjótarnir eru kallaðir Bobelium og segja sérfræðingar þá á vegum leyniþjónustu Rússlands. Tom Burt, aðstoðarforstjóri Microsoft, sagði frá árásinni í blogfærslu í gærkvöldi. Þann 25. maí sendu tölvuþrjótarnir trúverðugan póst úr tölvukerfi USAID með hlekk sem innihélt veiru sem myndi gera þrjótunum kleift að taka yfir tölvur í tölvukerfum þar sem hlekkurinn var opnaður. Tölvurárásir sem þessar kallast Phishing-árásir. Tölvupósturinn frá rússnesku tölvuþrjótunum leit svona út.Microsoft Hann segir ljóst að meðlimir Nobelium vinni á þann veg að öðlast aðgang að traustum aðilum og nota þá til að gera árásir á fleiri tölvukerfi. Þá er tekið fram í annarri og tæknilegri færslu Microsoft að árásin standi enn yfir. Hér má sjá hvernig tölvupóstarnir litu út. SolarWinds-árásinni hefur verið lýst sem þeirri verstu í sögu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Ráðgjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvuárás Burt segir nýju árásina beinast að miklu leyti gegn hjálpar- og mannréttindasamtökum og það sé í takt við fyrri árásir Rússa. Í faraldri nýju kórónuveirunnar hafi annar hópur rússneskra tölvuþrjóta gert árásir á heilbrigðisstofnanir sem komu að þróun bóluefna og árið 2019 hafi þeir gert ítrekaðar árásir á stofnanir sem koma að lyfjanotkun íþróttamanna. Þá höfðu rússneskir íþróttamenn verið bannaðir frá nokkrum alþjóðlegum íþróttaviðburðum vegna umfangsmikillar notkunar ólöglegra lyfja rússneskra íþróttamanna. Sjá einnig: Rússar áttu við þúsundir lyfjaprófa Í færslu sinni segir Burt einnig að mikil þörf sé á skýrum alþjóðareglum varðandi tölvuárásir ríkja og það þurfi að bregðast við árásum sem þessum. Microsoft hefur ekki gefið út hvort árásin hafi borið árangur. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, munu funda í Genf í júní og munu þeir eflaust ræða tölvuárásir Rússa í Bandaríkjunum sem ráðamenn þar í landi hafa kvartað mikið yfir að undanförnu. Þar á meðal er árás á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna, sem rússneskri tölvuþrjótar hafa verið sakaðir um. Sjá einnig: Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Í apríl tilkynnti Biden að Bandaríkin myndu beita Rússum refsiaðgerðum og vísa erindrekum úr landi vegna SolarWinds árásarinnar og annarra.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sjá meira