Ærslabelgur, vöfflur og flóamarkaður í Laugarási í sumar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. maí 2021 16:01 Til stendur að vera með flóamarkað alla Laugardaga í Varmagerði í sumar. Vísir/Aðsend Sumarvertíðin byrjaði með gestasprengju hjá Dýragarðinum í Slakka í Biskupstungum þegar garðurinn opnaði dyr sínar að nýju á dögunum. Meira en þúsund manns sóttu garðinn heim og svo mikil var aðsóknin að búa þurfti til fleiri bílastæði til þess að sinna gestaflóðinu. Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“ Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Undanfarin ár hefur dýragarðurinn opnað dyr sínar um páskana en vegna ástandsins í samfélaginu var því frestað þetta árið. Garðurinn opnaði dyr sínar þann 15. maí síðastliðinn og segir Gunnur Ösp Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Slakka, að meira en þúsund manns hafi komið í Slakka þá helgi. „Það eru allir svo spenntir fyrir að fá að gera eitthvað skemmtilegt og það varð sprengja. Þetta verður svona í allt sumar, sem er yndislegt. Ég held að það hafi komið svona þúsund manns fyrstu helgina. Í kjölfarið þurftum við að bæta við bílastæðum svo að allir sem vildu koma kæmust að,“ segir Gunnur í samtali við fréttastofu. Ýmis dýr eru í Slakka, meðal annars þessir fallegu hvolpar.Aðsend Laugardagar í Laugarási Hún segir að margt skemmtilegt sé í bígerð hjá dýragarðinum og stefnir hún að því, ásamt Sonju Magnúsdóttur, íbúa í Varmagerði í Laugarási, að vera með flóamarkað í Laugarási alla laugardaga í sumar. „Þá gefst öllum íbúum hverfisins tækifæri til þess að selja vörur sínar. Hér býr til dæmis mjög flottur listamaður sem er með gallerí og þrír bæir eru með grænmetisrækt og sölu. Svo erum við sjálf með veitingastað. Ég held að þetta verði alveg hrikalega skemmtilegt,“ segir Gunnur. Hugmyndin er að hafa flóamarkaðinn í Varmagerði, sem er gamalt garðyrkjubýli og heimili Sonju í sumar. „Við ætlum til dæmis að bjóða upp á jóga í Varmagerði, hafa lifandi tónlist á flóamarkaðnum, bjóða upp á vörur af svæðinu og mat. Svo er svo margt í boði hérna, það er listagallerí og grænmetisbændur og plöntusala og ég veit ekki hvað og hvað,“ segir Sonja. Helgi, stofnandi Slakka, réðst nýlega í endurbætur á dýrahúsunum í Slakka.Aðsend „Þá getur fólk komið úr sumarbústaðnum, lagt bílnum og bara gengið hérna um Laugarás. Það getur keypt sér grænmeti og plöntur, kíkt á flóamarkað og farið með krakkana í Slakka. Það er geggjaður laugardagur þegar þú ert í bústað.“ Býst við öðru góðu íslensku ferðasumri Nýlega var ráðist í miklar endurbætur á húsnæði Slakka en faðir Gunnar, Helgi Sveinbjörnsson, sem stofnaði Slakka árið 1993, smíðaði ný hús fyrir öll dýrin í garðinum. „Hann smíðar þetta allt saman sjálfur og fær allan efnivið úr skógræktinni í Þjórsárdal,“ segir Gunnur. Slakki er vinsæll fyrir fjölskyldufólk.Aðsend Slakki býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Bæði er hægt að skoða og klappa öllum dýrunum sem búa þar en svo er fótbolta- og körfuboltavöllur á svæðinu, þrautabraut og ýmislegt fleira. „Við fáum líka ærslabelg til okkar í næstu viku. Það er mikil aukning á því að fjölskyldufólk komi með krakkana til okkar og verji meirihluta dags hjá okkur af því að afþreyingin er orðin svo fjölbreytt. Fólk er bara að njóta fjölskyldudags hjá okkur.“ Hún segist bjartsýn fyrir sumrinu. „Ó já, ég held að þetta verði frábært sumar. Síðasta sumar, þegar enginn fór til útlanda og allir voru að ferðast innanlands, fjölgaði gestum hjá okkur alveg rosalega. Ég held að við megum búast við því sama í ár,“ segir Gunnur. „Við erum ekki að stíla inn á ferðamenn og höfum aldrei gert. Íslendingar eru okkar markhópur og við sáum sannarlega síðasta sumar hvað fólk var spennt fyrir því að upplifa allt sem hægt er innanlands.“
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira