Langri bið eða ævintýri þýsks höfundar lýkur á Drekavöllum Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2021 09:00 Leikmenn Manchester City eða Chelsea munu hafa ástæðu til að fagna í kvöld. Getty Chelsea getur fullkomnað hreint út sagt ævintýralega fjóra mánuði, eftir handriti Þjóðverjans Thomas Tüchel, og Manchester City getur uppfyllt langþráðan draum, þegar liðin mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Portúgal í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Leikurinn hefst kl. 19 en upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkutíma fyrr. Leikurinn var færður frá Istanbúl til Porto vegna kórónuveirufaraldursins, og munu 16.500 manns fá að mæta á Drekavelli til að sjá Evrópumeistara krýnda. Þrátt fyrir alla sína velgengni síðasta áratuginn, þar á meðal fimm Englandsmeistaratitla, er um að ræða fyrsta úrslitaleik City í Meistaradeildinni. Sigur í Evrópukeppni bikarhafa árið 1970 er eini alvöru titill liðsins á alþjóðlegum vettvangi. Pep Guardiola, sem gerði Barcelona tvívegis að Evrópumeistara, hefur komið City af miklu öryggi í úrslitaleikinn í ár, í gegnum PSG, Dortmund og Borussia Mönchengladbach í útsláttarkeppninni án þess að tapa einum einasta leik, eða gera svo mikið sem eitt jafntefli. Liðið getur unnið þrennu í ár því City hefur þegar unnið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn. Það fá 14.500 stuðningsmenn að mæta á leikinn í Porto í kvöld.Getty/Marc Atkins Englandsmeistararnir hafa hins vegar tapað báðum leikjum sínum gegn Chelsea eftir að Lundúnaliðið tók algjörum stakkaskiptum með komu Tüchels. Það eru tvö af fimm töpum City í síðustu 47 leikjum. Tüchel, sem tók við af Frank Lampard í lok janúar, er mættur í úrslitaleik keppninnar í annað sinn á innan við ári stýrði fyrir níu mánuðum liði PSG í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, í tapinu gegn Bayern München. Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount Tüchel hefur umbreytt Chelsea og skilað því öruggu sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, bikarúrslitaleik og úrslitaleik í Meistaradeildinni. Þó City sé talið sigurstranglegra gæti Chelsea endurtekið leikinn frá því í München árið 2012, þegar Roberto Di Matteo stýrði liðinu til sigurs á Bayern og þar með í keppninni. Chelsea hefur gefið eftir að undanförnu en ætti að vera með sitt sterkasta lið þar sem Edouard Mendy og N'Golo Kanté virðast klárir í slaginn. Hjá Manchester City eru engin meiðsli. Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er á Stöð 2 Sport 2 kl. 19 í kvöld. Upphitun hefst klukkutíma fyrr en leikurinn sjálfur er í opinni dagskrá. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Möguleg byrjunarlið: Manchester City: Ederson - Walker, Stones, Rúben Dias, Zinchenko -Bernardo Silva, Fernandinho, Gündogan - Mahrez, De Bruyne, Foden Chelsea: Mendy - Christensen, Thiago Silva, Rüdiger - Azpilicueta, Jorginho, Kanté, Chilwell - Pulisic, Werner, Mount
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira