„Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. maí 2021 11:30 Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja, segir að félagið geti gert betur í að jafna stöðu kynjanna. Vísir Þjóðhátíðarnefnd var á dögunum gagnrýnd af tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld, sem vakti athygli á því að aðeins ein kona hafi í sögu Þjóðhátíðar samið Þjóðhátíðarlagið. Það var Ragga Gísla sem samdi og flutti lagið árið 2017. Samkvæmt því semji konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti en fyrsta Þjóðhátíðarlagið kom út árið 1933. „Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
„Þjóðhátíðarnefnd einsetur sér að ráða til verksins hvern þann aðila sem við teljum líklegastan il að semja fyrir okkur lag sem fangað geti stemninguna á Þjóðhátíð, náð vinsældum og uppfyllt önnur þau skilyrði sem Þjóðhátíðarnefnd setur, óháð kyni,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja. „Þjóðhátíðarnefnd vinnur stöðugt að því að bæta hátíðina á öllum sviðum ár frá ári og þegar við fáum réttmæta gagnrýni á okkar störf eða sjáum eitthvað sem betur má fara þá að sjálfsögðu tökum við það upp, skoðum og reynum að gera betur. Við getum gert betur í að jafna hlut kynjanna og ætlum að bæta okkur í því í framtíðinni,“ segir Hörður. Miðasala fyrir Þjóðhátíð hefur aldrei farið betur af stað Þjóðhátíð í Eyjum verður haldin með pompi og prakt um komandi Verslunarmannahelgi en þjóðhátíðarþyrstir Íslendingar hafa þurft að bíða í tvö ár eftir að komast í Herjólfsdal til að skemmta sér. Það er því kannski ekki óvænt að miðasala á hátíðina hefur aldrei farið betur af stað. „Fljótlega varð fullt í þær ferðir sem eru hvað vinsælastar, til Eyja á föstudegi og frá Eyjum á mánudegi,“ segir Hörður. Hann segir að á einhverjum tímapunkti gæti þurft að stöðva söluna svo að upplifun gesta verði sem best. „Ef of margir miðar verða seldir þá erum við hrædd um að upplifunin verði ekki sú sama.“ Mikil tilhlökkun hjá Eyjamönnum Heimasíður Herjólfs og Þjóðhátíðar lágu niðri um tíma á miðvikudag. Hörður segir að mikil traffík hafi verið um síðurnar. „Báðar síðurnar lágu niðri um tíma vegna álags. Hýsingaraðilar okkar vanmátu álagið og þá eftirspurn sem myndaðist sem er auðvitað miður og því fór sem fór. Miðasalan á báðum stöðum gekk þó vel eftir þessa hnökra,“ segir Hörður. Töluverður fjöldi þeirra sem hafði tryggt sér miða fyrir Þjóðhátíð 2020, sem ekki var haldin, hafa nýtt sér það úrræði að nota miðann sinn í ár. Flestir sem höfðu keypt miða óskuðu þó eftir endurgreiðslu. „Töluverður fjöldi flutti miðann sinn yfir á hátíðina í ár og njóta þau góðs af því enda var það líka ljóst í júlí í fyrra að miðaverð á Þjóðhátíð í ár myndi hækka í ljósi þess að hátíðin féll niður í fyrra,“ segir Hörður. Hann segir að mikil tilhlökkun sé meðal Eyjamanna fyrir hátíðinni. „Já það er mikill spenningur hjá ÍBV að framkvæma hátíðina og við upplifum mikla tilhlökkun hjá fólkinu í Eyjum yfir því að mæta á Þjóðhátíð og miða við hvernig miðasalan fór af stað er ekki heldur hægt að segja neitt annað en að allir landsmenn séu spenntir fyrir því að mæta á Þjóðhátíð.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Tengdar fréttir Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17 „Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00 Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Þjóðhátíðarlagið og myndbandið komið út Höfundur og flytjandi Þjóðhátíðarlags Vestmannaeyja árið 2021 er Hreimur Örn Heimisson en í morgun var nýtt myndband frumsýnt. 28. maí 2021 09:17
„Auðveldlega hægt að breyta sögunni frá deginum í dag“ „Samkvæmt hefðinni semja konur Þjóðhátíðarlagið á 84 ára fresti. Næst fáum við þá lag eftir konu árið 2101“ 26. maí 2021 21:00
Fjöldi sá á eftir pening vegna tilkynningar sem flaug ekki hátt Margir vöknuðu fyrir tveimur vikum við þau ótíðindi að fresturinn til að flytja Þjóðhátíðarmiðann frá 2020 yfir á árið 2021 var runninn út. 26. maí 2021 17:01